Audi kynnir keppinaut Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 14:05 Audi Q6 e-tron quattro concept. Audi sendi í dag frá sér myndir af rafmagnsjepplingi sem ætlað er að keppa við Tesla Model X jeplinginn sem brátt kemur á markað. Þessi bíll á að koma á markað árið 2018. Hann með meiri drægni en Tesla Model X, þ.e. 500 km í stað 435 km. Verður þetta fyrsti bíll Audi sem einungis er framleiddur sem rafmagnsbíll. Talið er líklegt að Audi muni sýna þennan bíl á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst um miðjan næsta mánuð. Þar yrði hann kynntur sem Audi Q6 e-tron quattro concept. Lengd bílsins liggur á milli Audi Q5 og Q7 bílanna og því ef til vill rökrétt að hann fái stafina Q6. Bíllinn á að fá 3 rafmótora og skila þeir samtals 500 hestöflum og 700 Nm togi. Bíllinn er sérlega straumlínulagaður og loftmótsstuðull hans er aðeins 0,25 cd. Botnpalata hans er rennislétt og til að bæta loftflæði bílsins að framan eru hreyfanlegir fletir sem stjórnast af hraða bílsins hverju sinni. MLB undirvagn bílsins er sá sami og er undir nýjum Audi Q7. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent
Audi sendi í dag frá sér myndir af rafmagnsjepplingi sem ætlað er að keppa við Tesla Model X jeplinginn sem brátt kemur á markað. Þessi bíll á að koma á markað árið 2018. Hann með meiri drægni en Tesla Model X, þ.e. 500 km í stað 435 km. Verður þetta fyrsti bíll Audi sem einungis er framleiddur sem rafmagnsbíll. Talið er líklegt að Audi muni sýna þennan bíl á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst um miðjan næsta mánuð. Þar yrði hann kynntur sem Audi Q6 e-tron quattro concept. Lengd bílsins liggur á milli Audi Q5 og Q7 bílanna og því ef til vill rökrétt að hann fái stafina Q6. Bíllinn á að fá 3 rafmótora og skila þeir samtals 500 hestöflum og 700 Nm togi. Bíllinn er sérlega straumlínulagaður og loftmótsstuðull hans er aðeins 0,25 cd. Botnpalata hans er rennislétt og til að bæta loftflæði bílsins að framan eru hreyfanlegir fletir sem stjórnast af hraða bílsins hverju sinni. MLB undirvagn bílsins er sá sami og er undir nýjum Audi Q7.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent