BMW 7 í dísilútgáfu fær 4 forþjöppur Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 12:45 Í vélarhúsi BMW. Heyrst hefur að BMW vinni nú að dísilvél sem fyrst mun sjást í BMW 7-línunni og verður með 4 forþjöppur. Ekki er ljóst hvort einhverjar þeirra verða rafdrifnar, né heldur hversu stórar þær verða. Búist er við því að þessi dísilvél muni orka að minnsta kosti 400 hestöfl. Sprengirými dísilvélarinnar er 3,0 lítrar, en sú vél er einmitt í notkun í kraftmiklum útgáfum BMW bíla eins og X5 M50d og X6 M50d. Þessi vél er nú kölluð M Performance TwinPower Turbo, en sú nýja er nú kölluð B57 TOP. Ef að líkum lætur mun þessi nýja dísilvél fyrst sjást í BMW M750d. Síðan þykir líklegt að hún verði einnig í bílum sem fengju nafnið BMW M550d, X5 M50d, X6 M50d og X7 M50d. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent
Heyrst hefur að BMW vinni nú að dísilvél sem fyrst mun sjást í BMW 7-línunni og verður með 4 forþjöppur. Ekki er ljóst hvort einhverjar þeirra verða rafdrifnar, né heldur hversu stórar þær verða. Búist er við því að þessi dísilvél muni orka að minnsta kosti 400 hestöfl. Sprengirými dísilvélarinnar er 3,0 lítrar, en sú vél er einmitt í notkun í kraftmiklum útgáfum BMW bíla eins og X5 M50d og X6 M50d. Þessi vél er nú kölluð M Performance TwinPower Turbo, en sú nýja er nú kölluð B57 TOP. Ef að líkum lætur mun þessi nýja dísilvél fyrst sjást í BMW M750d. Síðan þykir líklegt að hún verði einnig í bílum sem fengju nafnið BMW M550d, X5 M50d, X6 M50d og X7 M50d.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent