Lögreglumaður fjárkúgar ökumann Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2015 10:05 Birt hefur verið myndband af bandarískum lögreglumanni í Philadelphia í Bandaríkjunum sem fjárkúgar ökumann bíls sem ekki var skráður. Hann hótar ökumanninum að draga bíl hans í burtu nema hann kaupi fjáröflunarmiða lögreglunnar. Ef hann kaupi þá muni hann sleppa honum við að draga bíl hans í burtu. Þessi fjáröflun lögreglunnar er til að styðja fjölskyldur lögreglumanna og slökkviliðsmanna sem fallið hafa við störf sín. Ökumaður bílsins náði þessum hótunum lögreglumannsins á myndband úr bílnum og birti þær á Facebook. Á því sést að ökumaðurinn kaupir 3 miða fyrir 30 dollara til að sleppa við að bíll hans verði dreginn í burtu. Að sögn lögreglunnar í Philadelphia hefur lögreglumaðurinn framið glæp með athæfi sínu og líklegt má telja að hann verði ekki lengi í starfi. Auk þess að fjárkúga ökumanninn gerir hann grín að honum þar sem á bíl hans eru bleikar rúðuþurrkur og ýir að því að hann sé samkynhneigður. Ökumaðurinn skýrir hinsvegar út fyrir lögreglumanninum að ástæðan fyrir bleiku rúðuþurrkunum sé sú að hann sé að heiðra ömmu sína sem er með brjóstakrabbamein. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent
Birt hefur verið myndband af bandarískum lögreglumanni í Philadelphia í Bandaríkjunum sem fjárkúgar ökumann bíls sem ekki var skráður. Hann hótar ökumanninum að draga bíl hans í burtu nema hann kaupi fjáröflunarmiða lögreglunnar. Ef hann kaupi þá muni hann sleppa honum við að draga bíl hans í burtu. Þessi fjáröflun lögreglunnar er til að styðja fjölskyldur lögreglumanna og slökkviliðsmanna sem fallið hafa við störf sín. Ökumaður bílsins náði þessum hótunum lögreglumannsins á myndband úr bílnum og birti þær á Facebook. Á því sést að ökumaðurinn kaupir 3 miða fyrir 30 dollara til að sleppa við að bíll hans verði dreginn í burtu. Að sögn lögreglunnar í Philadelphia hefur lögreglumaðurinn framið glæp með athæfi sínu og líklegt má telja að hann verði ekki lengi í starfi. Auk þess að fjárkúga ökumanninn gerir hann grín að honum þar sem á bíl hans eru bleikar rúðuþurrkur og ýir að því að hann sé samkynhneigður. Ökumaðurinn skýrir hinsvegar út fyrir lögreglumanninum að ástæðan fyrir bleiku rúðuþurrkunum sé sú að hann sé að heiðra ömmu sína sem er með brjóstakrabbamein.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent