Räikkonen áfram hjá Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2015 10:08 Kimi Räikkonen á sigurstundu. Ferrari kom flestum á óvart í gær með tilkynningu þess efnis að Kimi Räikkonen myndi áfram aka fyrir Ferrari liðið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili. Flestir áttu von á því að Ferrari myndi lokka Valtteri Bottas til sín og að Kimi Räikkonen myndi hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Kimi Räikkonen vann Formúlu 1 keppnina árið 2007 en þótti ekki aka vel fyrir Ferrari á yfirstandandi tímabili. Hinn ökumaður Ferrari á næsta tímabili verður Sebastian Vettel og kemur það engum á óvart, enda stóð hann sig betur en Räikkonen og er sem stendur í þriðja sæti ökumanna á eftir tveimur ökumönnum Mercedes Benz liðsins. Räkkonen hefur ekki unnið einn einasta kappakstur í Formúlu 1 á þessu tímabili, en Vettel hefur unnið tvær keppnir. Ferrari menn segja hinsvegar að samstarf Räkkonen og Vettel sé mjög gott að með endurráðningu hans komist á aukinn stöðugleiki í þeirra röðum. Samkvæmt fréttum frá BBCSport hefur Williams liðið hug á því að fá Valtteri Bottas til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent
Ferrari kom flestum á óvart í gær með tilkynningu þess efnis að Kimi Räikkonen myndi áfram aka fyrir Ferrari liðið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili. Flestir áttu von á því að Ferrari myndi lokka Valtteri Bottas til sín og að Kimi Räikkonen myndi hætta alfarið keppni í Formúlu 1. Kimi Räikkonen vann Formúlu 1 keppnina árið 2007 en þótti ekki aka vel fyrir Ferrari á yfirstandandi tímabili. Hinn ökumaður Ferrari á næsta tímabili verður Sebastian Vettel og kemur það engum á óvart, enda stóð hann sig betur en Räikkonen og er sem stendur í þriðja sæti ökumanna á eftir tveimur ökumönnum Mercedes Benz liðsins. Räkkonen hefur ekki unnið einn einasta kappakstur í Formúlu 1 á þessu tímabili, en Vettel hefur unnið tvær keppnir. Ferrari menn segja hinsvegar að samstarf Räkkonen og Vettel sé mjög gott að með endurráðningu hans komist á aukinn stöðugleiki í þeirra röðum. Samkvæmt fréttum frá BBCSport hefur Williams liðið hug á því að fá Valtteri Bottas til liðs við sig fyrir næsta tímabil.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent