Fyrrum yfirmenn Porsche ákærðir vegna markaðsmisnotkunar Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 09:25 Wendelin Wiedeking fyrrum forstjóri Porsche á yfir höfði sér 5 ára fangelsisdóm. Fyrir sex árum síðan höfðu nokkrir af yfirmönnum bílaframleiðandans Porsche áform um yfirtöku á 75% hlutafjár í Volkswagen og í því augnamiði gáfu þeir þá frá sér villandi upplýsingar til fjárfesta. Þessar villandi upplýsingar komu sér illa við marga og í kjölfarið rigndi inn kærum til handa þessum yfirmönnum Porsche, en ekkert varð af yfirtöku Porsche á Volkswagen, heldur þveröfugt. Meðal hinna kærðu er Wendelin Wiedeking, fyrrum forstjóri Porsche og Holger Haerter fyrrum fjármálastjóri Porsche. Ef þeir verða kærðir fyrir markaðsmisnotkun eiga þeir yfir höfði sér 5 ára fangelsi. Í fyrstu voru einnig tveir meðlimir Porsche-fjölskyldunnar ákærðir í þessu máli, þ.e. þeir Ferdinandi Piech og Wolfgang Porsche. Kærur á hendur þeim hafa nú verið felldar niður. Dómur í þessu máli fyrrum forstjóra og fjármálastjóra Porsche verður kveðinn upp 22. október. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent
Fyrir sex árum síðan höfðu nokkrir af yfirmönnum bílaframleiðandans Porsche áform um yfirtöku á 75% hlutafjár í Volkswagen og í því augnamiði gáfu þeir þá frá sér villandi upplýsingar til fjárfesta. Þessar villandi upplýsingar komu sér illa við marga og í kjölfarið rigndi inn kærum til handa þessum yfirmönnum Porsche, en ekkert varð af yfirtöku Porsche á Volkswagen, heldur þveröfugt. Meðal hinna kærðu er Wendelin Wiedeking, fyrrum forstjóri Porsche og Holger Haerter fyrrum fjármálastjóri Porsche. Ef þeir verða kærðir fyrir markaðsmisnotkun eiga þeir yfir höfði sér 5 ára fangelsi. Í fyrstu voru einnig tveir meðlimir Porsche-fjölskyldunnar ákærðir í þessu máli, þ.e. þeir Ferdinandi Piech og Wolfgang Porsche. Kærur á hendur þeim hafa nú verið felldar niður. Dómur í þessu máli fyrrum forstjóra og fjármálastjóra Porsche verður kveðinn upp 22. október.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent