Suzuki kemur aftur með Baleno til Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 16:15 Suzuki Baleno. Suzuki ætlar að breikka vörulínu sína í Evrópu með tilkomu Baleno, sem er nokkru stærri bíll en Suzuki Swift, sem er söluhæsta bílgerð Suzuki í Evrópu. Sala Baleno hefst á næsta ári og bílnum verður beint að kaupendum sem ekki vilja eyða miklum fjármunum í rúmmikinn bíl sem eyðir litlu og er auk þess frá traustum bílaframleiðanda. Á meðal vélarkosta í Baleno er ný 1,0 lítra forþjöppuvél, öflug en afar sparneytin. Suzuki ætlar að sýna Baleno á bílasýningunni í Frankfürt um miðjan þennan mánuð og salan hefst svo með næsta sumri. Baleno með keppa við marga við marga vinsæla bíla í sínum flokki, þeim söluhæsta allra stærðarflokka bíla. Í þeim flokki eru til dæmis Skoda Fabia, Hyundai i20 og Kia Rio. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent
Suzuki ætlar að breikka vörulínu sína í Evrópu með tilkomu Baleno, sem er nokkru stærri bíll en Suzuki Swift, sem er söluhæsta bílgerð Suzuki í Evrópu. Sala Baleno hefst á næsta ári og bílnum verður beint að kaupendum sem ekki vilja eyða miklum fjármunum í rúmmikinn bíl sem eyðir litlu og er auk þess frá traustum bílaframleiðanda. Á meðal vélarkosta í Baleno er ný 1,0 lítra forþjöppuvél, öflug en afar sparneytin. Suzuki ætlar að sýna Baleno á bílasýningunni í Frankfürt um miðjan þennan mánuð og salan hefst svo með næsta sumri. Baleno með keppa við marga við marga vinsæla bíla í sínum flokki, þeim söluhæsta allra stærðarflokka bíla. Í þeim flokki eru til dæmis Skoda Fabia, Hyundai i20 og Kia Rio.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent