Heimir: Fá menn ekki alltaf píp í rassinn þegar eitthvað gerist? Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2015 12:24 Heimir og Lars eru að gera frábæra hluti. vísir/vísir Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari Íslands, segir að fólk megi ekki alveg missa sig í gleðinni þrátt fyrir góða stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann segir að sambandið hafi lært á viðureigninni gegn Króatíu og að það megi ekki gera sömu mistök og þá. „Ég vil hvetja ykkur fjölmiðlamennina að horfa á leikinn hjá Kasaktan gegn Tékklandi. Það hafa orðið sjö breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum gegn okkur og þeirra lið er í mikilli framför. Ég verð að hrósa þjálfaranum þeirra, Yuri Krasnozhan. Hann hefur gert mjög góða hluti,” sagði Heimir við fjölmiðlamenn. Ísland gæti tryggt sér sæti á EM fyrir leikinn á morgun og segir Heimir að það gæti reynst erfitt að halda mönnum frá úrslitunum í hinum leikjunum. Þeir hefjast á undan leik Íslands og Kazaka. „Það er erfitt í þessum heimi í dag. Fá menn ekki alltaf píp í rassinn þegar eitthvað gerist. Það er mjög erfitt að halda upplýsingum frá leikmönnum, en það er líka bara eðlilegt að menn vilji vita hvort þeir séu komnir í lokakeppni EM.”Sjá meira: Allir klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga Erlendur blaðamaður spurrði hvernig samband Lars og Heimis sé. Heimir sagði að þeir myndu vega hvorn annan upp í styrkleikum og veikleikum, en hann vildi þó helst tala um leikinn sem framundan er á morgun. „Það er eðlilegt að allir vilji taka þátt í gleðinni, en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Við megum ekki detta í það daginn fyrir partýið. Við þurfum eitt stig í viðbót.” „Við erum búnir að læra af síðari leiknum gegn Króatíu. Við gerðum vel í fyrri leiknum, en svo fóru skrípalæti í gang í kringum allt. Sambandið er búið að læra af því. Við viljum hleypa fólki að okkur, en við verðum að fá að einbeita og undirbúa okkur fyrir leikinn,” sagði Heimir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, borðaði með liðinu fyrir síðari leikinn gegn Króatíu. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, spurði Heimi hvort hann fengi að borða með liðinu: „Ég veit ekki hvort við getum stöðvað hann, en við getum þá tekið hann í mat seinna,” sagði Heimir við mikil hlátursköll. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari Íslands, segir að fólk megi ekki alveg missa sig í gleðinni þrátt fyrir góða stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann segir að sambandið hafi lært á viðureigninni gegn Króatíu og að það megi ekki gera sömu mistök og þá. „Ég vil hvetja ykkur fjölmiðlamennina að horfa á leikinn hjá Kasaktan gegn Tékklandi. Það hafa orðið sjö breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum gegn okkur og þeirra lið er í mikilli framför. Ég verð að hrósa þjálfaranum þeirra, Yuri Krasnozhan. Hann hefur gert mjög góða hluti,” sagði Heimir við fjölmiðlamenn. Ísland gæti tryggt sér sæti á EM fyrir leikinn á morgun og segir Heimir að það gæti reynst erfitt að halda mönnum frá úrslitunum í hinum leikjunum. Þeir hefjast á undan leik Íslands og Kazaka. „Það er erfitt í þessum heimi í dag. Fá menn ekki alltaf píp í rassinn þegar eitthvað gerist. Það er mjög erfitt að halda upplýsingum frá leikmönnum, en það er líka bara eðlilegt að menn vilji vita hvort þeir séu komnir í lokakeppni EM.”Sjá meira: Allir klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga Erlendur blaðamaður spurrði hvernig samband Lars og Heimis sé. Heimir sagði að þeir myndu vega hvorn annan upp í styrkleikum og veikleikum, en hann vildi þó helst tala um leikinn sem framundan er á morgun. „Það er eðlilegt að allir vilji taka þátt í gleðinni, en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Við megum ekki detta í það daginn fyrir partýið. Við þurfum eitt stig í viðbót.” „Við erum búnir að læra af síðari leiknum gegn Króatíu. Við gerðum vel í fyrri leiknum, en svo fóru skrípalæti í gang í kringum allt. Sambandið er búið að læra af því. Við viljum hleypa fólki að okkur, en við verðum að fá að einbeita og undirbúa okkur fyrir leikinn,” sagði Heimir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, borðaði með liðinu fyrir síðari leikinn gegn Króatíu. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, spurði Heimi hvort hann fengi að borða með liðinu: „Ég veit ekki hvort við getum stöðvað hann, en við getum þá tekið hann í mat seinna,” sagði Heimir við mikil hlátursköll.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira