Topplaus Cactus Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2015 10:59 Citroën Cactus M. Einn vinsælasti sölubíll í Evrópu núna er Citroën C4 Cactus og hefur Citroën vart við að framleiða nógu mörg eintök af honum. Ekki ættu vinsældir hans að minnka við þessa nýju topplausu útgáfu bílsins sem Citroën ætlar að kynna á bílasýningunni í Frankfürt um miðjan mánuðinn. Nógu óvenjulegur útlits er Cactus með þaki, en þessi blæjuútgáfa hans, Cactus M, tekur honum þó út. Óvenjulegur bogi er aftan á bílnum og að sögn Citroën er hann til þess gerður að auðvelda eigendum hans að flytja stóra hluti eins og seglbretti. Einnig er óvenjulegt að sjá innfellinguna aftarlega á hlið bílsins en hún er til þess að gerð að auðvelda aftursætisfarþegum að klifra uppí bílinn. Þar sem bíllinn er bara tveggja hurða er náttúrulega besta leiðin að fara yfir hliðina beint í aftursætin. Sætin í bílnum eru vatnsheld svo þessi bíll er kjörinn til að fara á á ströndina og frísklegt útlit hans í stíl við þannig notkun. Í gólfi bílsins eru göt svo vatn geti lekið niður og auðveldara sé að þvo bílinn að innan. Blæja bílsins er uppblásin og þrýstihylki í bílnum sjá um að blása það upp. Þessi bíll segir framleiðandinn að sé arftaki Citroën Mehari, sem einmitt var vinsæll til að fara á á ströndina. Fjórar akstursstillingar eru í Cactus M, Normal, All-Terrain, Snow og Sand og því ætti að vea hægt að komast leiðar sinnar á margskonar undirlagi. Bíllinn er með bensínvél og er sjálfskiptur. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent
Einn vinsælasti sölubíll í Evrópu núna er Citroën C4 Cactus og hefur Citroën vart við að framleiða nógu mörg eintök af honum. Ekki ættu vinsældir hans að minnka við þessa nýju topplausu útgáfu bílsins sem Citroën ætlar að kynna á bílasýningunni í Frankfürt um miðjan mánuðinn. Nógu óvenjulegur útlits er Cactus með þaki, en þessi blæjuútgáfa hans, Cactus M, tekur honum þó út. Óvenjulegur bogi er aftan á bílnum og að sögn Citroën er hann til þess gerður að auðvelda eigendum hans að flytja stóra hluti eins og seglbretti. Einnig er óvenjulegt að sjá innfellinguna aftarlega á hlið bílsins en hún er til þess að gerð að auðvelda aftursætisfarþegum að klifra uppí bílinn. Þar sem bíllinn er bara tveggja hurða er náttúrulega besta leiðin að fara yfir hliðina beint í aftursætin. Sætin í bílnum eru vatnsheld svo þessi bíll er kjörinn til að fara á á ströndina og frísklegt útlit hans í stíl við þannig notkun. Í gólfi bílsins eru göt svo vatn geti lekið niður og auðveldara sé að þvo bílinn að innan. Blæja bílsins er uppblásin og þrýstihylki í bílnum sjá um að blása það upp. Þessi bíll segir framleiðandinn að sé arftaki Citroën Mehari, sem einmitt var vinsæll til að fara á á ströndina. Fjórar akstursstillingar eru í Cactus M, Normal, All-Terrain, Snow og Sand og því ætti að vea hægt að komast leiðar sinnar á margskonar undirlagi. Bíllinn er með bensínvél og er sjálfskiptur.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent