Högni kemur fram einn í fyrsta skipti Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. september 2015 10:00 Högni Egilsson titlar tónleikaröð sína Flóttinn um landið. Mynd/Ari Maggi „Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður, sem heldur í fyrsta sinn tónleika þar sem hann kemur einn fram. Jafnframt því er Högni að leggja lokahönd á sólóplötu sína, sem hann hefur unnið að í á þriðja ár. Högni heldur röð tónleika og byrjar nú um helgina, þegar hann leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann segist vilja fara nýjar leiðir í hvernig hann kemur tónlistinni til fólksins; að leika ný lög á tónleikum áður en þau verða gefin út.Nánara samband „Ég hugsa að á þessum tónleikum muni ég ná nánara sambandi við áhorfendur,“ segir Högni sem mun leika á píanó og gítar á tónleikunum, sem verða persónulegir. „Þetta gefur mér mikið frelsi til að leika mér með lögin. Opna lögin og opna túlkunina og í rauninni skapa eitthvert augnablik sem verður sterkt og sérstakt í sínum eigin heimi,“ bætir Högni við hugsi. Högni, sem er einn af þekktari tónlistarmönnum þjóðarinnar, hefur verið duglegur að koma fram en alltaf verið með hljómsveitum sínum. „Já, strangt til tekið er þetta í fyrsta sinn sem ég kem fram einn. Ég hef alltaf notið liðsinnis og verið hluti af hljómsveitum. Þá helst Hjaltalín og Gus Gus. Þeir tónleikar hafa verið með stærri brag og umgjörðin verið meiri músíklega. En mig hefur alltaf langað að sjá hvað myndi gerast ef ég myndi leita í smærra form og setja mína eigin sköpun í smærri einingu.“Unnið lengi í sólóefni Högni hefur lengi unnið að sólóplötu. „Þetta er músík sem ég hef unnið síðustu misseri. Ég hef aldrei verið tilbúinn að klára hana. En núna er ég tilbúinn að koma henni yfir lokaþröskuldinn. Þetta hefur verið svolítið eins og að vera í langhlaupi en vera ekki tilbúinn að komast í mark. En núna finnst mér rétti tíminn vera runninn upp.“ Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo og meðlimur Gus Gus, hefur unnið með Högna að plötunni og Atli Bollason séð um textasmíði. „Vinnan hefur gengið vel. Við unnum samfleytt að plötunni yfir tveggja ára tímabil. En síðan þá hefur hún legið í ofninum, ef svo má segja, í hægri eldun. Við erum núna tilbúnir að taka hana alla leið og fylgja þessu eftir. Það þýðir að ég er að leggja lokahönd á plötuna og undirbúa útgáfu núna í haust.“Öðlist sitt eigið líf Þegar Högni er beðinn að lýsa tónlistinni er hann með svör á reiðum höndum. „Þetta er músík sem liggur svolítið á elektrónískum grunni, í teknó eða „acid“ heimi. Þetta eru hægir elektrónískir taktar en við þá blandast annars konar tónlist. Við erum með strengi, kóra og alls kyns hljóðheima sem tengjast saman.“ Fyrstu tónleikar Högna fara fram í Gamla bíói í Hafnarfirði á morgun. Þeir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 2.000 krónur. Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður, sem heldur í fyrsta sinn tónleika þar sem hann kemur einn fram. Jafnframt því er Högni að leggja lokahönd á sólóplötu sína, sem hann hefur unnið að í á þriðja ár. Högni heldur röð tónleika og byrjar nú um helgina, þegar hann leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann segist vilja fara nýjar leiðir í hvernig hann kemur tónlistinni til fólksins; að leika ný lög á tónleikum áður en þau verða gefin út.Nánara samband „Ég hugsa að á þessum tónleikum muni ég ná nánara sambandi við áhorfendur,“ segir Högni sem mun leika á píanó og gítar á tónleikunum, sem verða persónulegir. „Þetta gefur mér mikið frelsi til að leika mér með lögin. Opna lögin og opna túlkunina og í rauninni skapa eitthvert augnablik sem verður sterkt og sérstakt í sínum eigin heimi,“ bætir Högni við hugsi. Högni, sem er einn af þekktari tónlistarmönnum þjóðarinnar, hefur verið duglegur að koma fram en alltaf verið með hljómsveitum sínum. „Já, strangt til tekið er þetta í fyrsta sinn sem ég kem fram einn. Ég hef alltaf notið liðsinnis og verið hluti af hljómsveitum. Þá helst Hjaltalín og Gus Gus. Þeir tónleikar hafa verið með stærri brag og umgjörðin verið meiri músíklega. En mig hefur alltaf langað að sjá hvað myndi gerast ef ég myndi leita í smærra form og setja mína eigin sköpun í smærri einingu.“Unnið lengi í sólóefni Högni hefur lengi unnið að sólóplötu. „Þetta er músík sem ég hef unnið síðustu misseri. Ég hef aldrei verið tilbúinn að klára hana. En núna er ég tilbúinn að koma henni yfir lokaþröskuldinn. Þetta hefur verið svolítið eins og að vera í langhlaupi en vera ekki tilbúinn að komast í mark. En núna finnst mér rétti tíminn vera runninn upp.“ Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo og meðlimur Gus Gus, hefur unnið með Högna að plötunni og Atli Bollason séð um textasmíði. „Vinnan hefur gengið vel. Við unnum samfleytt að plötunni yfir tveggja ára tímabil. En síðan þá hefur hún legið í ofninum, ef svo má segja, í hægri eldun. Við erum núna tilbúnir að taka hana alla leið og fylgja þessu eftir. Það þýðir að ég er að leggja lokahönd á plötuna og undirbúa útgáfu núna í haust.“Öðlist sitt eigið líf Þegar Högni er beðinn að lýsa tónlistinni er hann með svör á reiðum höndum. „Þetta er músík sem liggur svolítið á elektrónískum grunni, í teknó eða „acid“ heimi. Þetta eru hægir elektrónískir taktar en við þá blandast annars konar tónlist. Við erum með strengi, kóra og alls kyns hljóðheima sem tengjast saman.“ Fyrstu tónleikar Högna fara fram í Gamla bíói í Hafnarfirði á morgun. Þeir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 2.000 krónur.
Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira