Margrét Lára: Ætlum að vinna riðilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. september 2015 07:00 Margrét Lára Viðarsdóttir æfir vinstri fótinn á æfingu liðsins í gær. vísir/pjetur Nú þegar strákarnir okkar eru búnir að bóka farseðilinn á Evrópumótið í fyrsta sinn, er komið að stelpunum að hefja sína undankeppni fyrir EM 2017 í Hollandi. Þær eru betur kunnugar lokamóti en strákarnir enda hafa þær tvisvar sinnum farið í lokakeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikurinn verður á þriðjudaginn eftir viku gegn Hvíta-Rússlandi en liðið fær mikilvægan vináttuleik til að stilla strengina á fimmtudaginn gegn Slóvakíu. Í bæðin skiptin sem stelpurnar komust á EM fóru þær í gegnum umspil. Nú er búið að fjölga í lokakeppninni og verða þar 16 lið í stað tólf. Stelpurnar okkar voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var til undankeppninnar og sluppu þær því við stórlið. Efsta liðið í öllum riðlunum átta fer beint til Hollands og sex bestu liðin í öðru sæti. Ísland á að komast á EM, svo einfalt er það. Stelpurnar okkar, sem eru númer 18 á heimslistanum, eru með Skotlandi (20), Hvíta-Rússlandi (49), Slóveníu (64) og Makedóníu (117) í riðli. Stefnan er skýr og einföld. „Freyr er búinn að gefa það út að við ætlum að vinna riðilinn,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska liðsins frá upphafi, við íþróttadeild 365. „Við höfum aldrei gert það áður og því er það nýtt og krefjandi verkefni.“ Þrátt fyrir að markmiðið sé að enda í efsta sæti bendir Margrét á öra þróun í kvennaboltanum og því verður að vera á tánum gegn liði eins og Hvíta-Rússlandi sem minna er vitað um.vísir/pjeturÉg er enn þá ung „Það er erfitt að segja mikið um Hvít-Rússana. Það er mikil framför í kvennaboltanum og þessi minni lið eru alltaf að taka stórstígum framförum. Við þurfum að hafa varann á fyrir þann leik. Vonandi náum við bara að nýta æfingaleikinn vel,“ segir Margrét. Þessi magnaða markadrottning segist í góðu formi og er búin að spila alla 18 leiki Kristianstads í Svíþjóð. Komi hún við sögu í næstu tveimur leikjum kemst hún í 100 landsleikja klúbbinn hjá landsliðinu. „Ég er enn þá ung,“ segir hin 29 ára gamla Margrét Lára. „Vonandi get ég spilað fleiri leiki. Það verður gaman að ná 100 leikjum en vonandi er bara nóg eftir.“ Aðeins hefur hægst á markaskorun Margrétar með landsliðinu, en hún á að baki 71 mark í 98 leikjum. Hún hefur þó „aðeins“ skorað tvö mörk í síðustu tíu landsleikjum sem er óvanalegt á þeim bænum. „Ég er í fínu formi og hef náð að spila flesta leiki með félagsliði mínu. Vonandi get ég fært minn leik inn í landsliðið og hjálpað því að vinna leiki og ná okkar markmiði,“ segir Margrét Lára.Margrét leiðir stelpurnar í upphitunardrillum.vísir/pjeturGætu toppað á næstu árum Kynslóðaskipti hafa verið hjá íslenska liðinu undanfarin misseri, eða síðan Freyr Alexandersson tók við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Yngri leikmenn hafa fengið að spreyta sig og spilað mikið af góðum leikjum. „Freyr og Ási [Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari] eru að koma vel inn í þetta. Það er komið gott jafnvægi í hópinn. Yngri leikmenn sem hafa komið inn í þetta á síðustu tveimur árum hafa fengið góða og dýrmæta reynslu. Ég sé fram á að liðið geti toppað á næstu tveimur árum og það væri gaman ef svo yrði,“ segir Margrét Lára. Markadrottningin segist finna fyrir miklum samhug innan fótboltasamfélagsins á Íslandi eftir að strákarnir komust í fyrsta sinn á stórmót á dögunum. „Það er ekki spurning. Við óskum þeim bara innilega til hamingju og auðvitað finnur maður fyrir samheldninni og stuðningnum. Það er bara vonandi að við fáum sama fólkið og sama stuðning og þeir,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Nú þegar strákarnir okkar eru búnir að bóka farseðilinn á Evrópumótið í fyrsta sinn, er komið að stelpunum að hefja sína undankeppni fyrir EM 2017 í Hollandi. Þær eru betur kunnugar lokamóti en strákarnir enda hafa þær tvisvar sinnum farið í lokakeppni Evrópumótsins. Fyrsti leikurinn verður á þriðjudaginn eftir viku gegn Hvíta-Rússlandi en liðið fær mikilvægan vináttuleik til að stilla strengina á fimmtudaginn gegn Slóvakíu. Í bæðin skiptin sem stelpurnar komust á EM fóru þær í gegnum umspil. Nú er búið að fjölga í lokakeppninni og verða þar 16 lið í stað tólf. Stelpurnar okkar voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var til undankeppninnar og sluppu þær því við stórlið. Efsta liðið í öllum riðlunum átta fer beint til Hollands og sex bestu liðin í öðru sæti. Ísland á að komast á EM, svo einfalt er það. Stelpurnar okkar, sem eru númer 18 á heimslistanum, eru með Skotlandi (20), Hvíta-Rússlandi (49), Slóveníu (64) og Makedóníu (117) í riðli. Stefnan er skýr og einföld. „Freyr er búinn að gefa það út að við ætlum að vinna riðilinn,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska liðsins frá upphafi, við íþróttadeild 365. „Við höfum aldrei gert það áður og því er það nýtt og krefjandi verkefni.“ Þrátt fyrir að markmiðið sé að enda í efsta sæti bendir Margrét á öra þróun í kvennaboltanum og því verður að vera á tánum gegn liði eins og Hvíta-Rússlandi sem minna er vitað um.vísir/pjeturÉg er enn þá ung „Það er erfitt að segja mikið um Hvít-Rússana. Það er mikil framför í kvennaboltanum og þessi minni lið eru alltaf að taka stórstígum framförum. Við þurfum að hafa varann á fyrir þann leik. Vonandi náum við bara að nýta æfingaleikinn vel,“ segir Margrét. Þessi magnaða markadrottning segist í góðu formi og er búin að spila alla 18 leiki Kristianstads í Svíþjóð. Komi hún við sögu í næstu tveimur leikjum kemst hún í 100 landsleikja klúbbinn hjá landsliðinu. „Ég er enn þá ung,“ segir hin 29 ára gamla Margrét Lára. „Vonandi get ég spilað fleiri leiki. Það verður gaman að ná 100 leikjum en vonandi er bara nóg eftir.“ Aðeins hefur hægst á markaskorun Margrétar með landsliðinu, en hún á að baki 71 mark í 98 leikjum. Hún hefur þó „aðeins“ skorað tvö mörk í síðustu tíu landsleikjum sem er óvanalegt á þeim bænum. „Ég er í fínu formi og hef náð að spila flesta leiki með félagsliði mínu. Vonandi get ég fært minn leik inn í landsliðið og hjálpað því að vinna leiki og ná okkar markmiði,“ segir Margrét Lára.Margrét leiðir stelpurnar í upphitunardrillum.vísir/pjeturGætu toppað á næstu árum Kynslóðaskipti hafa verið hjá íslenska liðinu undanfarin misseri, eða síðan Freyr Alexandersson tók við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Yngri leikmenn hafa fengið að spreyta sig og spilað mikið af góðum leikjum. „Freyr og Ási [Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari] eru að koma vel inn í þetta. Það er komið gott jafnvægi í hópinn. Yngri leikmenn sem hafa komið inn í þetta á síðustu tveimur árum hafa fengið góða og dýrmæta reynslu. Ég sé fram á að liðið geti toppað á næstu tveimur árum og það væri gaman ef svo yrði,“ segir Margrét Lára. Markadrottningin segist finna fyrir miklum samhug innan fótboltasamfélagsins á Íslandi eftir að strákarnir komust í fyrsta sinn á stórmót á dögunum. „Það er ekki spurning. Við óskum þeim bara innilega til hamingju og auðvitað finnur maður fyrir samheldninni og stuðningnum. Það er bara vonandi að við fáum sama fólkið og sama stuðning og þeir,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira