Laxá í Dölum komin yfir 1300 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2015 14:52 Laxá í Dölum kom feykilega sterk inn seinni part sumars og veiðin siðustu daga hefur verið mjög góð. Síðasta vika í Laxá í Dölum skilaði 204 löxum á stangirnar sex. Þetta er ein mesta veiði á stöng á landsvísu um þessar mundir og er Laxá því í fantaformi líkt og undanfarnar vikur. Vesturlandið hefur heilt yfir verið afar gott síðustu daga og hefur Laxá í Dölum verið ein af bestu ánum á því svæði. Hún fór seint af stað eins og vesturlandið heilt yfir en heildarveiðin var sem dæmi ekki nema 265 laxar í byrjun ágúst en síðan hefur veiðin verið alveg ævintýraleg. Veitt er til 28 september í ánni svo þessi tala á enn eftir að hækka en á heimasíðu leigutakans er líka tekið fram að það sé laust í eitt hollið í ánni núna í september vegna forfalla en aðsóknin í Laxá í Dölum hefur verið slík að líklega eru þessar stangir þegar farnar þegar þessi orð eru skrifuð. Mest lesið Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði
Laxá í Dölum kom feykilega sterk inn seinni part sumars og veiðin siðustu daga hefur verið mjög góð. Síðasta vika í Laxá í Dölum skilaði 204 löxum á stangirnar sex. Þetta er ein mesta veiði á stöng á landsvísu um þessar mundir og er Laxá því í fantaformi líkt og undanfarnar vikur. Vesturlandið hefur heilt yfir verið afar gott síðustu daga og hefur Laxá í Dölum verið ein af bestu ánum á því svæði. Hún fór seint af stað eins og vesturlandið heilt yfir en heildarveiðin var sem dæmi ekki nema 265 laxar í byrjun ágúst en síðan hefur veiðin verið alveg ævintýraleg. Veitt er til 28 september í ánni svo þessi tala á enn eftir að hækka en á heimasíðu leigutakans er líka tekið fram að það sé laust í eitt hollið í ánni núna í september vegna forfalla en aðsóknin í Laxá í Dölum hefur verið slík að líklega eru þessar stangir þegar farnar þegar þessi orð eru skrifuð.
Mest lesið Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði