Morkunas enn með allt lokað og læst í markinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2015 10:30 Giedrius Morkunas er besti markvörður Olís-deildarinnar í dag. vísir/stefán Haukar pökkuðu Akureyri saman, 28-17, í Olís-deild karla í handbolta í gær þegar fjórða umferðin hófst, en ekki einu sinni töfrar KA-heimilisins gátu bjargað norðanmönnum í leiknum í gærkvöldi. Ein stærsta ástæðan fyrir sigri Hauka var frammistaða litháíska markvarðarins Giedrius Morkunas sem varaði 16 skot í gær, þar af tvö vítaköst og var með 59 prósent hlutfallsmarkvörslu. Það þykir mjög gott að verja 40 prósent þeirra skota sem þú færð á þig í handboltaleik, en Morkunas, sem hefur verið besti markvörður Íslandsmótsins um nokkurra mánaða skeið, gerði gott betur í gær.„Ég sé bara um markið.“vísir/vilhelmFrammistaðan í gær var bara framhald á því sem Morkunas hefur gert undanfarna mánuði í deildinni, en hann var magnaður á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem Haukar unnu átta leiki í röð og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Morkunas heldur áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð, en hann er búinn að verja 47 prósent allra skota sem hann hefur fengið á sig í deildinni til þessa í fyrstu fjórum umferðunum. Það er ekki síst honum, og sterkum varnarleik liðsins, að þakka að liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er eina liðið sem er búið að sækja gull í greipar Haukanna, en Morkunas varði engu að síður 45 prósent skotanna í tapleiknum gegn ÍBV í þriðju umferðinni. Það dugði bara ekki til þá. Morkunas í ham gegn Stjörnunni í fyrra: Litháinn byrjaði rólega og varði „aðeins“ 35 prósent skotanna sem hann fékk á sig gegn nýliðum Víkings í 28-19 útisigri, en var svo kominn í kunnuglegar tölur (49 prósent hlutfallsmarkvarsla) þegar Haukar unnu Val, 26-19, í annarri umferðinni. ÍBV er eina liðið sem er búið að skora fleiri en 20 mörk á Haukanna, en þeir hafa fengið fæst mörk á sig í deildinni (76) af þeim liðum sem eru búin að spila fjóra leiki. Næst kemur Afturelding sem er búið að fá á sig 82 mörk. Næsta lið sem fær að spreyta sig gegn Morkunas og Haukavörninni er Fram, en liðin mætast í Schenker-höllinni á mánudagskvöldið.Fyrstu fjórir leikir Morkunas:Víkingur - Haukar 19-28 9 varin skot, 35 prósent hlutfallsmarkvarslaValur - Haukar 19-26 17 varin skot (1 víti), 49 prósent hlutfallsmarkvarslaHaukar - ÍBV 19-21 17 varin skot, 45 prósent hlutfallsmarkvarslaAkureyri - Haukar 17-28 16 varin skot (2 víti), 59 prósent hlutfallsmarkvarsla Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Haukar pökkuðu Akureyri saman, 28-17, í Olís-deild karla í handbolta í gær þegar fjórða umferðin hófst, en ekki einu sinni töfrar KA-heimilisins gátu bjargað norðanmönnum í leiknum í gærkvöldi. Ein stærsta ástæðan fyrir sigri Hauka var frammistaða litháíska markvarðarins Giedrius Morkunas sem varaði 16 skot í gær, þar af tvö vítaköst og var með 59 prósent hlutfallsmarkvörslu. Það þykir mjög gott að verja 40 prósent þeirra skota sem þú færð á þig í handboltaleik, en Morkunas, sem hefur verið besti markvörður Íslandsmótsins um nokkurra mánaða skeið, gerði gott betur í gær.„Ég sé bara um markið.“vísir/vilhelmFrammistaðan í gær var bara framhald á því sem Morkunas hefur gert undanfarna mánuði í deildinni, en hann var magnaður á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem Haukar unnu átta leiki í röð og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Morkunas heldur áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð, en hann er búinn að verja 47 prósent allra skota sem hann hefur fengið á sig í deildinni til þessa í fyrstu fjórum umferðunum. Það er ekki síst honum, og sterkum varnarleik liðsins, að þakka að liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er eina liðið sem er búið að sækja gull í greipar Haukanna, en Morkunas varði engu að síður 45 prósent skotanna í tapleiknum gegn ÍBV í þriðju umferðinni. Það dugði bara ekki til þá. Morkunas í ham gegn Stjörnunni í fyrra: Litháinn byrjaði rólega og varði „aðeins“ 35 prósent skotanna sem hann fékk á sig gegn nýliðum Víkings í 28-19 útisigri, en var svo kominn í kunnuglegar tölur (49 prósent hlutfallsmarkvarsla) þegar Haukar unnu Val, 26-19, í annarri umferðinni. ÍBV er eina liðið sem er búið að skora fleiri en 20 mörk á Haukanna, en þeir hafa fengið fæst mörk á sig í deildinni (76) af þeim liðum sem eru búin að spila fjóra leiki. Næst kemur Afturelding sem er búið að fá á sig 82 mörk. Næsta lið sem fær að spreyta sig gegn Morkunas og Haukavörninni er Fram, en liðin mætast í Schenker-höllinni á mánudagskvöldið.Fyrstu fjórir leikir Morkunas:Víkingur - Haukar 19-28 9 varin skot, 35 prósent hlutfallsmarkvarslaValur - Haukar 19-26 17 varin skot (1 víti), 49 prósent hlutfallsmarkvarslaHaukar - ÍBV 19-21 17 varin skot, 45 prósent hlutfallsmarkvarslaAkureyri - Haukar 17-28 16 varin skot (2 víti), 59 prósent hlutfallsmarkvarsla
Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira