BMW, Benz og Opel gætu einnig verið sek um dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2015 15:04 Fer þessum dælum kannski brátt fækkandi í ljósi þeirra umhverfisvár sem fylgir dísilbílum. Automotive News greinir frá því að European Federation for Transport and Environment hafi sent frá sér skýrslu fyrr í þessum mánuði, áður en upp komst um dísilvélasvindl Volkswagen, þar sem sagt er frá því að BMW, Benz og Opel séu á meðal bílaframleiðenda sem gætu verið uppvís um dísilvélasvindl. Dísilvélar þessara framleiðenda séu semsagt með samskonar hugbúnað og í bílum Volkswagen. Þessi skýrsla hefur engu að síður farið framhjá flestum. Upplýsingarnar fékk European Federation for Transport and Environment frá International Council on Clean Transportation og víst má telja að ekki hafi verið greint frá þessu í skýrslunni ef engar sannanir séu fyrir hendi. Því gæti þetta dísilvélasvindl aldeilis undið uppá sig og ef til vill eru flestir bílaframleiðendur sekir um einmitt það sama og Volkswagen. Næstu vikur munu væntanlega leiða það í ljós. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent
Automotive News greinir frá því að European Federation for Transport and Environment hafi sent frá sér skýrslu fyrr í þessum mánuði, áður en upp komst um dísilvélasvindl Volkswagen, þar sem sagt er frá því að BMW, Benz og Opel séu á meðal bílaframleiðenda sem gætu verið uppvís um dísilvélasvindl. Dísilvélar þessara framleiðenda séu semsagt með samskonar hugbúnað og í bílum Volkswagen. Þessi skýrsla hefur engu að síður farið framhjá flestum. Upplýsingarnar fékk European Federation for Transport and Environment frá International Council on Clean Transportation og víst má telja að ekki hafi verið greint frá þessu í skýrslunni ef engar sannanir séu fyrir hendi. Því gæti þetta dísilvélasvindl aldeilis undið uppá sig og ef til vill eru flestir bílaframleiðendur sekir um einmitt það sama og Volkswagen. Næstu vikur munu væntanlega leiða það í ljós.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent