Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr 22. september 2015 22:15 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar marki með liðsfélögum sínum í kvöld. Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu í sitt hvorum hálfleiknum en íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og mörkin hefðu hæglega getað orðið mun fleiri. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Hafði ekkert að gera í leiknum en bjargaði vel á 27. mínútu þegar Pilipenko komst inn í slæma sendingu Önnu Bjarkar til baka. Rakel Hönnudóttir, hægri bakvörður 7Studdi vel við Fanndísi og átti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 - Maður leiksinsHafði lítið fyrir því að stöðva sóknir Hvít-Rússa og átti auk þess margar frábærar sendingar fram völlinn. Frábær leikur hjá Glódísi og það fáránlegt að hugsa til þess að hún sé bara tvítug. Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður 6Var nálægt því að gefa gestunum mark um miðjan fyrri hálfleik og klúðraði einnig dauðafæri eftir 13 mínútna leik en gerði annars fátt rangt. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 8Óþreytandi í að hlaupa upp og niður kantinn og átti margar gullfallegar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði marki og þá náði Hallbera í vítið sem Margrét Lára klúðraði. Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 7Var mjög ógnandi og gerði vinstri bakverði gestanna lífið leitt. Átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem samherjum hennar tókst ekki að nýta. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Spilaði aftar en oft áður en dreifði boltanum vel og hélt góðu tempói í spilinu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6Hefur átt betri landsleiki en skoraði annað markið á 70. mínútu með góðum skalla eftir flott hlaup inn í teiginn. Hólmfríður Magnúsdóttir, vinstri kantmaður 7Kom Íslandi á bragðið með góðu marki í 99. landsleiknum. Var róleg framan af seinni hálfleik en óx ásmeginn eftir því sem leið á hann. Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji 7Var mikið í spilinu og síógnandi. Átti nokkrar fínar tilraunir en gekk illa að koma boltanum á markið. Hefði getað fagnað tímamótaleiknum með marki en skaut hátt yfir úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Harpa Þorsteinsdóttir, framherji 6Gerði frábærlega þegar hún lagði upp markið fyrir Hólmfríði. Tók vel á móti boltanum og var lífleg í fyrri hálfleik. Spilaði ekki vel í seinni hálfleik og átti oft í vandræðum með ná tökum á og hreinlega hitta boltann inni í vítateignum.Varamenn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 (kom inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur á 70. mínútu) Sást ekki mikið en fór illa með gott færi skömmu eftir að hún kom inn á.Sandra María Jessen - (kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur á 84. mínútu) Spilaði síðustu mínúturnar en sást lítið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - (kom inn á fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur á 89. mínútu) Kom inn á þegar Margrét Lára fékk heiðursskiptingu undir lokin. Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu í sitt hvorum hálfleiknum en íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og mörkin hefðu hæglega getað orðið mun fleiri. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Hafði ekkert að gera í leiknum en bjargaði vel á 27. mínútu þegar Pilipenko komst inn í slæma sendingu Önnu Bjarkar til baka. Rakel Hönnudóttir, hægri bakvörður 7Studdi vel við Fanndísi og átti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 - Maður leiksinsHafði lítið fyrir því að stöðva sóknir Hvít-Rússa og átti auk þess margar frábærar sendingar fram völlinn. Frábær leikur hjá Glódísi og það fáránlegt að hugsa til þess að hún sé bara tvítug. Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður 6Var nálægt því að gefa gestunum mark um miðjan fyrri hálfleik og klúðraði einnig dauðafæri eftir 13 mínútna leik en gerði annars fátt rangt. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 8Óþreytandi í að hlaupa upp og niður kantinn og átti margar gullfallegar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði marki og þá náði Hallbera í vítið sem Margrét Lára klúðraði. Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 7Var mjög ógnandi og gerði vinstri bakverði gestanna lífið leitt. Átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem samherjum hennar tókst ekki að nýta. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Spilaði aftar en oft áður en dreifði boltanum vel og hélt góðu tempói í spilinu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6Hefur átt betri landsleiki en skoraði annað markið á 70. mínútu með góðum skalla eftir flott hlaup inn í teiginn. Hólmfríður Magnúsdóttir, vinstri kantmaður 7Kom Íslandi á bragðið með góðu marki í 99. landsleiknum. Var róleg framan af seinni hálfleik en óx ásmeginn eftir því sem leið á hann. Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji 7Var mikið í spilinu og síógnandi. Átti nokkrar fínar tilraunir en gekk illa að koma boltanum á markið. Hefði getað fagnað tímamótaleiknum með marki en skaut hátt yfir úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Harpa Þorsteinsdóttir, framherji 6Gerði frábærlega þegar hún lagði upp markið fyrir Hólmfríði. Tók vel á móti boltanum og var lífleg í fyrri hálfleik. Spilaði ekki vel í seinni hálfleik og átti oft í vandræðum með ná tökum á og hreinlega hitta boltann inni í vítateignum.Varamenn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 (kom inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur á 70. mínútu) Sást ekki mikið en fór illa með gott færi skömmu eftir að hún kom inn á.Sandra María Jessen - (kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur á 84. mínútu) Spilaði síðustu mínúturnar en sást lítið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - (kom inn á fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur á 89. mínútu) Kom inn á þegar Margrét Lára fékk heiðursskiptingu undir lokin.
Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Sjá meira