Casillas leikjahæstur í sögu Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2015 10:26 Casillas fagnar sigrinum á Chelsea í gær. vísir/getty Iker Casillas fór í gær fram úr Xavi Hernández á listanum yfir leikjahæstu leikmenn Meistaradeildar Evrópu frá upphafi. Casillas stóð í marki Porto sem vann 2-1 sigur á Chelsea á Estádio do Dragão í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær en þetta var hans 152. leikur í keppninni. Hann og Xavi, sem voru lengi samherjar í spænska landsliðinu, voru jafnir fyrir leik gærdagsins með 151 Meistaradeildarleik hvor en Casillas trónir nú á toppi leikjalistans. Casillas lék 150 leiki í Meistaradeildinni fyrir Real Madrid á árunum 1999-2015. Hann var fyrst í hóp í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætti Rosenborg 27. nóvember 1997, þá aðeins 16 ára. Casillas lék hins vegar fyrsta Meistaradeildarleikinn þegar Real Madrid og Olympiacos gerðu 3-3 jafntefli 15. september 1999. Hann vann Meistaradeildina í þrígang með Real Madrid; 2000, 2002 og 2014. Casillas er yngsti markvörðurinn sem hefur spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann stóð í marki Real Madrid liðið vann Valencia 3-0 í úrslitaleiknum 2000.Casillas í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Valencia árið 2000.vísir/gettyÓlíklegt verður að teljast að leikjamet Casillas verði slegið á næstunni en næstu sjö menn á topp 10 listanum eru annað hvort hættir eða spila ekki lengur með evrópskum liðum. Cristiano Ronaldo er sá eini á leikjalistanum, fyrir utan Casillas, sem er enn að spila en Portúgalinn leikur væntanlega sinn 117. leik í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætir Malmö í kvöld.Leikjahæstir í sögu Meistaradeildarinnar:1. Iker Casillas (Real Madrid, Porto) - 152 leikir 2. Xavi (Barcelona) - 151 3. Ryan Giggs (Manchester United) - 145 4. Raúl (Real Madrid, Schalke 04) - 142 5. Paolo Maldini (AC Milan) - 135 6. Clarence Seedorf (Ajax, Real Madrid, Internazionale, AC Milan) - 125 7. Paul Scholes (Manchester United) - 124 8. Roberto Carlos (Real Madrid, Fenerbahce) - 1209. Cristiano Ronaldo (Manchester United, Real Madrid) - 116 10. Carles Puyol (Barcelona) - 115 Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Iker Casillas fór í gær fram úr Xavi Hernández á listanum yfir leikjahæstu leikmenn Meistaradeildar Evrópu frá upphafi. Casillas stóð í marki Porto sem vann 2-1 sigur á Chelsea á Estádio do Dragão í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær en þetta var hans 152. leikur í keppninni. Hann og Xavi, sem voru lengi samherjar í spænska landsliðinu, voru jafnir fyrir leik gærdagsins með 151 Meistaradeildarleik hvor en Casillas trónir nú á toppi leikjalistans. Casillas lék 150 leiki í Meistaradeildinni fyrir Real Madrid á árunum 1999-2015. Hann var fyrst í hóp í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætti Rosenborg 27. nóvember 1997, þá aðeins 16 ára. Casillas lék hins vegar fyrsta Meistaradeildarleikinn þegar Real Madrid og Olympiacos gerðu 3-3 jafntefli 15. september 1999. Hann vann Meistaradeildina í þrígang með Real Madrid; 2000, 2002 og 2014. Casillas er yngsti markvörðurinn sem hefur spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann stóð í marki Real Madrid liðið vann Valencia 3-0 í úrslitaleiknum 2000.Casillas í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Valencia árið 2000.vísir/gettyÓlíklegt verður að teljast að leikjamet Casillas verði slegið á næstunni en næstu sjö menn á topp 10 listanum eru annað hvort hættir eða spila ekki lengur með evrópskum liðum. Cristiano Ronaldo er sá eini á leikjalistanum, fyrir utan Casillas, sem er enn að spila en Portúgalinn leikur væntanlega sinn 117. leik í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætir Malmö í kvöld.Leikjahæstir í sögu Meistaradeildarinnar:1. Iker Casillas (Real Madrid, Porto) - 152 leikir 2. Xavi (Barcelona) - 151 3. Ryan Giggs (Manchester United) - 145 4. Raúl (Real Madrid, Schalke 04) - 142 5. Paolo Maldini (AC Milan) - 135 6. Clarence Seedorf (Ajax, Real Madrid, Internazionale, AC Milan) - 125 7. Paul Scholes (Manchester United) - 124 8. Roberto Carlos (Real Madrid, Fenerbahce) - 1209. Cristiano Ronaldo (Manchester United, Real Madrid) - 116 10. Carles Puyol (Barcelona) - 115
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira