Toyota TS040 hellir uppá, ristar brauð og steikir egg Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 13:40 Toyota er í mun að sýna umheiminum hve mögnuð tækni býr að baki tvíorkubílum sínum svo þeir gerðu um það skemmtilegt og lýsandi myndskeið. Keppnisbíll Toyota í þolaksturskeppnum, TS040, hleður svo miklu rafmagni inná rafgeyma sína við hemlun í einum hring á Le Mans brautinni að það dugar til að hella uppá 171 bolla að kaffi, rista 83 brauðsneiðar og steikja 58 egg og bjóða svo öllum í morgunmat. Í myndskeiðinu hér að ofan er svo látið líta út að rafmagnið sem þarf við eldamennskuna komi frá rafhlöðum bílsins, en ekki er nú víst að svo sé, en skilaboðin eru þó hin sömu. Orkan sem hleðst inná rafgeyma bílsins á einum hring í Le Mans brautinni er svona mikil og útreiknuð af Toyota dugar hún til þessarar eldamennsku. Myndskeiðið er að minnsta kosti áhrifamikið og útskýrandi. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Toyota er í mun að sýna umheiminum hve mögnuð tækni býr að baki tvíorkubílum sínum svo þeir gerðu um það skemmtilegt og lýsandi myndskeið. Keppnisbíll Toyota í þolaksturskeppnum, TS040, hleður svo miklu rafmagni inná rafgeyma sína við hemlun í einum hring á Le Mans brautinni að það dugar til að hella uppá 171 bolla að kaffi, rista 83 brauðsneiðar og steikja 58 egg og bjóða svo öllum í morgunmat. Í myndskeiðinu hér að ofan er svo látið líta út að rafmagnið sem þarf við eldamennskuna komi frá rafhlöðum bílsins, en ekki er nú víst að svo sé, en skilaboðin eru þó hin sömu. Orkan sem hleðst inná rafgeyma bílsins á einum hring í Le Mans brautinni er svona mikil og útreiknuð af Toyota dugar hún til þessarar eldamennsku. Myndskeiðið er að minnsta kosti áhrifamikið og útskýrandi.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent