Nektarmyndir af Justin Bieber setja allt á annan endann Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. október 2015 22:20 Bieber beraði bossann á Bora Bora fyrr í sumar og deildi þá þessari mynd með heiminum. Mynd/Instagram Íslandsvinurinn og stórstjarnan Justin Bieber hefur enn á ný stolið fyrirsögnum fjölmiðla beggja vegna Atlantsála. Myndir af kappanum þar sem hann sést ganga kviknakinn til laugar á Bora Bora fara nú sem flensa í farþegaþotu um veraldarvefinn eftir að New York Daily News birtu þær undir kvöld. Ófáir, ekki síst Íslendingar, hafa velt því fyrir sér hvernig popparann sé vaxinn suður á bóginn á síðustu misserum eftir að myndir af honum á nærbuxunum einum klæða fóru á flakk. Það gerði til að mynda Vala Grand fyrir skemmstu sem sagði að ekkert samræmi væri á milli þeirrar bungu sem Bieber skartaði í myndatöku fyrir fataframleiðandann Calvin Klein hér um árið og þeirri sem fylgdi honum upp úr íslenskri lækjarsprænu á dögunum. Gekk hún svo langt að segja að um hrein og bein „vörusvik“ væri að ræða.„Vörusvik!“ voru niðurstöður hávísindalegrar samanburðarrannsóknar Völu Grand.Vísir lætur það þá liggja á milli hluta en af myndunum að dæma virðist myndvinnsludeild tískufyrirtækisins ekki hafa þurft að vinna fyrir laununum sínum þann vinnudaginn. Annað sem hefur vakið eftirtekt netverja er konan sem sést í bakgrunni annarrar myndarinnar. Glöggir hafa bent á að þarna sé um að ræða fyrirsætuna Jayde Pierce en hún hefur verið bendluð við Bieber á síðustu misserum. Þau eyddu saman rómantískri viku í Los Angeles fyrr á þessu ári og þá hafa þau áður sést í hitabeltisparadísinni Bora Bora. Þá spígsporaði Bieber einng á Adamsklæðnum og deildi þjóhnappamynd á Instagram sem óhætt er að segja að hafi einnig sett veraldarvefinn á hliðina.Netverjar voru ekki lengi að gera sér mat úr klæðaleysis ungstirnisins og má sjá afrakstur nokkurra þeirra hér að neðan.Someone should tell Justin Bieber if you go to Nathan's it doesn't make you a hot dog. pic.twitter.com/Lr8tSypxDl— Jian DeLeon (@jiandeleon) October 7, 2015 Don't worry bro I got you @justinbieber pic.twitter.com/3nLwjWDEFY— Luke Furnival (@itisfurny) October 7, 2015 .@justinbieber, this could be us but you playin' #WhatDoYouPeen pic.twitter.com/0crhsuesVB— PAPER Magazine (@papermagazine) October 7, 2015 Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber berar bossann á Bora Bora Þjóhnappar ungstirnisins setja veraldarvefinn á hliðina. 7. júlí 2015 19:36 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Íslandsvinurinn og stórstjarnan Justin Bieber hefur enn á ný stolið fyrirsögnum fjölmiðla beggja vegna Atlantsála. Myndir af kappanum þar sem hann sést ganga kviknakinn til laugar á Bora Bora fara nú sem flensa í farþegaþotu um veraldarvefinn eftir að New York Daily News birtu þær undir kvöld. Ófáir, ekki síst Íslendingar, hafa velt því fyrir sér hvernig popparann sé vaxinn suður á bóginn á síðustu misserum eftir að myndir af honum á nærbuxunum einum klæða fóru á flakk. Það gerði til að mynda Vala Grand fyrir skemmstu sem sagði að ekkert samræmi væri á milli þeirrar bungu sem Bieber skartaði í myndatöku fyrir fataframleiðandann Calvin Klein hér um árið og þeirri sem fylgdi honum upp úr íslenskri lækjarsprænu á dögunum. Gekk hún svo langt að segja að um hrein og bein „vörusvik“ væri að ræða.„Vörusvik!“ voru niðurstöður hávísindalegrar samanburðarrannsóknar Völu Grand.Vísir lætur það þá liggja á milli hluta en af myndunum að dæma virðist myndvinnsludeild tískufyrirtækisins ekki hafa þurft að vinna fyrir laununum sínum þann vinnudaginn. Annað sem hefur vakið eftirtekt netverja er konan sem sést í bakgrunni annarrar myndarinnar. Glöggir hafa bent á að þarna sé um að ræða fyrirsætuna Jayde Pierce en hún hefur verið bendluð við Bieber á síðustu misserum. Þau eyddu saman rómantískri viku í Los Angeles fyrr á þessu ári og þá hafa þau áður sést í hitabeltisparadísinni Bora Bora. Þá spígsporaði Bieber einng á Adamsklæðnum og deildi þjóhnappamynd á Instagram sem óhætt er að segja að hafi einnig sett veraldarvefinn á hliðina.Netverjar voru ekki lengi að gera sér mat úr klæðaleysis ungstirnisins og má sjá afrakstur nokkurra þeirra hér að neðan.Someone should tell Justin Bieber if you go to Nathan's it doesn't make you a hot dog. pic.twitter.com/Lr8tSypxDl— Jian DeLeon (@jiandeleon) October 7, 2015 Don't worry bro I got you @justinbieber pic.twitter.com/3nLwjWDEFY— Luke Furnival (@itisfurny) October 7, 2015 .@justinbieber, this could be us but you playin' #WhatDoYouPeen pic.twitter.com/0crhsuesVB— PAPER Magazine (@papermagazine) October 7, 2015
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber berar bossann á Bora Bora Þjóhnappar ungstirnisins setja veraldarvefinn á hliðina. 7. júlí 2015 19:36 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Bieber berar bossann á Bora Bora Þjóhnappar ungstirnisins setja veraldarvefinn á hliðina. 7. júlí 2015 19:36