Ennþá hægt að komast í laxveiði Karl Lúðvíksson skrifar 7. október 2015 10:00 Fallegur sjóbirtingur úr Varmá Nú hafa allar sjálfbæru laxveiðiárnar fyrir utan eina lokað fyrir veiðimönnum en það er þó ennþá hægt að komast í laxveiði. Bæði Ytri Rangá og Eystri Rangá eru ennþá opnar og þar eru lausar stangir einhverja dagana, eins er ennþá veitt í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð. Veiðileyfin eru ódýr á þessum árstíma en hægt er að komast t.d. í Ytri Rangá fyrir 20.000 krónur og þykir það mjög ódýrt fyrir góða veiðivon. Sjóbirtingsárnar eru síðan opnar til loka október en nokkuð misjafnt er hvenær þær loka og þessi tími haustsins er oftar en ekki frábær í sjóbirting. Veiðileyfin eru misdýr á þeim vettvangi en líklegast er Varmá einn ódýrasti kosturinn en dagleyfið þar á stöng er 13.600. Veiðin hefur verið mjög fín í Varmá og það hellist í hana sjóbirtingur þessa dagana en hún er frekar lítið stunduð. Núna er sjóbirtingurinn farinn að ganga upp á dal eins og sagt er en þar má oft finna og sjá birtinga um og yfir 10 kíló en hvort þeir taki síðan flugu veiðimanna er svo allt önnur saga. Mest lesið 50 laxar á 3 dögum úr Skjálfanda Veiði Ekki virða allir sölubann á rjúpu Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði
Nú hafa allar sjálfbæru laxveiðiárnar fyrir utan eina lokað fyrir veiðimönnum en það er þó ennþá hægt að komast í laxveiði. Bæði Ytri Rangá og Eystri Rangá eru ennþá opnar og þar eru lausar stangir einhverja dagana, eins er ennþá veitt í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð. Veiðileyfin eru ódýr á þessum árstíma en hægt er að komast t.d. í Ytri Rangá fyrir 20.000 krónur og þykir það mjög ódýrt fyrir góða veiðivon. Sjóbirtingsárnar eru síðan opnar til loka október en nokkuð misjafnt er hvenær þær loka og þessi tími haustsins er oftar en ekki frábær í sjóbirting. Veiðileyfin eru misdýr á þeim vettvangi en líklegast er Varmá einn ódýrasti kosturinn en dagleyfið þar á stöng er 13.600. Veiðin hefur verið mjög fín í Varmá og það hellist í hana sjóbirtingur þessa dagana en hún er frekar lítið stunduð. Núna er sjóbirtingurinn farinn að ganga upp á dal eins og sagt er en þar má oft finna og sjá birtinga um og yfir 10 kíló en hvort þeir taki síðan flugu veiðimanna er svo allt önnur saga.
Mest lesið 50 laxar á 3 dögum úr Skjálfanda Veiði Ekki virða allir sölubann á rjúpu Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði