Viðar: Hélt að ég myndi deyja í sumarhitanum í Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. október 2015 22:00 Viðar Örn í baráttunni við Jan Vertonghen, leikmann belgíska landsliðsins. Vísir/AFP „Menn eru staðráðnir í því að ná efsta sætinu í riðlinum og standa sig vel. Við erum ekki saddir,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og Jiangsu Guoxin-Sainty, á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það verður væntanlega þægilegra að spila þessa leiki enda engin pressa á okkur. Við förum með fullt sjálfstraust inn í þessa leiki en við getum verið afslappaðari.“ Viðar tók undir að þessir leikir gætu reynst sem gott tækifæri fyrir leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri í undankeppninni að festa sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni EM næsta sumar. „Vonandi fær maður tækifæri, það yrði draumur að fá tækifærið í öðrum hvorum leiknum. Það er meira svigrúm núna til þess að gera breytingar, þú breytir ekki miklu ef þú ert að vinna leiki og ég hef skilið val þjálfaranna. Ef kallið kemur verð ég tilbúinn og það væri gaman að fá að spila.“Viðar Örn í baráttunni gegn Fellaini og Witsel í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/GettyViðar segir leikmenn liðsins vera ákveðna í að taka sex stig í leikjunum til þess að komast ofar á styrkleikalistanum fyrir næsta sumar. „Þetta skiptir allt saman máli. Þetta skiptir máli upp á FIFA og UEFA styrkleikalistann í von um að fá auðveldari andstæðinga í Frakklandi næsta sumar og ég held að það séu allir hungraðir í að vinna riðilinn.“ Viðar segir að það sé alltaf jafn gaman að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. „Þetta er búið að vera æðislegt, það selst upp á klukkutíma og alltaf troðfullt á vellinum. Það er yndislegt og það er ekkert sem er í líkingu við þetta. Vonandi getum við gefið þeim skemmtilegan leik og sýnt þeim hvað við getum aftur.“ Viðar sem leikur í Kína segir að það sé alltaf skrýtið að koma aftur heim til Íslands. „Þetta er náttúrulega allt annar heimur, maturinn, hitinn, fótboltinn og öll ferðalögin. Það er alltaf ákveðinn léttir að koma heim í umhverfi sem maður þekkir en mér líður vel í Kína,“ sagði Viðar sem sagði að það væri gott að hafa Sölva Geir Ottesen í sama liði.Viðar í æfingarleik gegn Eistlandi.Vísir/EPA„Það hjálpar vissulega, stundum þegar maður skilur ekkert í neinu er maður með Sölva til að hjálpa sér. Það er frábært að hafa hann.“ Viðar og félagar þurfa oft að ferðast langar vegalengdir í leikina. „Lengsta flugið sem við fórum í var fimm tímar og þetta tekur sinn toll, svo tökum við stundum lestir sem taka 4-5 tíma. Að fara í einn útileik er þriggja daga dagskrá sem er svolítið mikið ferðalag.“ Viðar sagði að það hefði verið erfitt að spila leikina yfir sumartímann þegar hitastigið var óbærilegt fyrir Selfyssinginn. „Ég hélt að ég myndi deyja í sumar í hitanum, það var erfitt að spila í hita sem maður er ekkert vanur en þetta er bara ævintýri og maður þarf að venjast öðruvísi hlutum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Sjá meira
„Menn eru staðráðnir í því að ná efsta sætinu í riðlinum og standa sig vel. Við erum ekki saddir,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og Jiangsu Guoxin-Sainty, á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það verður væntanlega þægilegra að spila þessa leiki enda engin pressa á okkur. Við förum með fullt sjálfstraust inn í þessa leiki en við getum verið afslappaðari.“ Viðar tók undir að þessir leikir gætu reynst sem gott tækifæri fyrir leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri í undankeppninni að festa sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni EM næsta sumar. „Vonandi fær maður tækifæri, það yrði draumur að fá tækifærið í öðrum hvorum leiknum. Það er meira svigrúm núna til þess að gera breytingar, þú breytir ekki miklu ef þú ert að vinna leiki og ég hef skilið val þjálfaranna. Ef kallið kemur verð ég tilbúinn og það væri gaman að fá að spila.“Viðar Örn í baráttunni gegn Fellaini og Witsel í æfingarleik gegn Belgíu.Vísir/GettyViðar segir leikmenn liðsins vera ákveðna í að taka sex stig í leikjunum til þess að komast ofar á styrkleikalistanum fyrir næsta sumar. „Þetta skiptir allt saman máli. Þetta skiptir máli upp á FIFA og UEFA styrkleikalistann í von um að fá auðveldari andstæðinga í Frakklandi næsta sumar og ég held að það séu allir hungraðir í að vinna riðilinn.“ Viðar segir að það sé alltaf jafn gaman að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. „Þetta er búið að vera æðislegt, það selst upp á klukkutíma og alltaf troðfullt á vellinum. Það er yndislegt og það er ekkert sem er í líkingu við þetta. Vonandi getum við gefið þeim skemmtilegan leik og sýnt þeim hvað við getum aftur.“ Viðar sem leikur í Kína segir að það sé alltaf skrýtið að koma aftur heim til Íslands. „Þetta er náttúrulega allt annar heimur, maturinn, hitinn, fótboltinn og öll ferðalögin. Það er alltaf ákveðinn léttir að koma heim í umhverfi sem maður þekkir en mér líður vel í Kína,“ sagði Viðar sem sagði að það væri gott að hafa Sölva Geir Ottesen í sama liði.Viðar í æfingarleik gegn Eistlandi.Vísir/EPA„Það hjálpar vissulega, stundum þegar maður skilur ekkert í neinu er maður með Sölva til að hjálpa sér. Það er frábært að hafa hann.“ Viðar og félagar þurfa oft að ferðast langar vegalengdir í leikina. „Lengsta flugið sem við fórum í var fimm tímar og þetta tekur sinn toll, svo tökum við stundum lestir sem taka 4-5 tíma. Að fara í einn útileik er þriggja daga dagskrá sem er svolítið mikið ferðalag.“ Viðar sagði að það hefði verið erfitt að spila leikina yfir sumartímann þegar hitastigið var óbærilegt fyrir Selfyssinginn. „Ég hélt að ég myndi deyja í sumar í hitanum, það var erfitt að spila í hita sem maður er ekkert vanur en þetta er bara ævintýri og maður þarf að venjast öðruvísi hlutum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Sjá meira