Mercedes Benz með 53% söluaukningu í Kína Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 09:00 Sala Mercedes Benz C-Class hefur selst 60% betur í ár en í fyrra. Það gengur vel hjá Mercedes Benz þessa dagana, en þó hvergi eins vel og í Kína. Í nýliðnum september seldi Benz 53% fleiri bíla en í sama mánuði í fyrra, eða 38.663 bíla. Heildarsala Benz í september um heim allan jókst um 16% en í mánuðinum afgreiddi fyrirtækið 188.444 bíla. Salan hjá Benz hefur nú vaxið í 31 mánuð í röð og mun það vafalaust halda áfram út árið. Salan á árinu hefur vaxið næstum jafn mikið og í september, eða um 15%. Sala Smart bíla gengur einnig gríðarvel, en Smart er í eigu Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz. Sala Smart bíla jókst um 51% í september og er það helst að þakka nýrri kynslóð Smart ForTwo og ForFour bíla. Heildarsalan á árinu hjá Smart er komin í 88.018 bíla og vöxturinn á árinu 31%. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent
Það gengur vel hjá Mercedes Benz þessa dagana, en þó hvergi eins vel og í Kína. Í nýliðnum september seldi Benz 53% fleiri bíla en í sama mánuði í fyrra, eða 38.663 bíla. Heildarsala Benz í september um heim allan jókst um 16% en í mánuðinum afgreiddi fyrirtækið 188.444 bíla. Salan hjá Benz hefur nú vaxið í 31 mánuð í röð og mun það vafalaust halda áfram út árið. Salan á árinu hefur vaxið næstum jafn mikið og í september, eða um 15%. Sala Smart bíla gengur einnig gríðarvel, en Smart er í eigu Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz. Sala Smart bíla jókst um 51% í september og er það helst að þakka nýrri kynslóð Smart ForTwo og ForFour bíla. Heildarsalan á árinu hjá Smart er komin í 88.018 bíla og vöxturinn á árinu 31%.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent