Þögnin og tónninn sem bjargar lífi Sigríður Jónsdóttir skrifar 17. október 2015 10:30 Leikhús Vegbúar eftir Kristján Kristjánsson og Jón Gunnar Þórðarson Flytjandi: Kristján Kristjánsson Leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson Leikmynd og búningar: Móeiður Helgadóttir Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson Tónlist og útsetningar: KK Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Myndvinnsla: Roland Hamilton Fyrst var þögn og síðan tónn, þögnin tók aftur við en tónninn stelur alltaf augnablikinu og gæðir það lífi. Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, eða KK eins og flestir þekkja hann, flytur sín þekktustu lög í bland við tökulög í Vegbúar sem frumsýnd var síðastliðinn fimmtudag í Borgarleikhúsinu. KK og Jón Gunnar Þórðarson, sem bæði leikstýrir og kemur að handritinu, skoða líf tónlistarmannsins út frá sambandi hans við þá gítara sem honum hafa áskotnast í gegnum tíðina. Hann rekur sögu sína frá barnæsku þegar hann fékk sinn fyrsta gítar, sem að hans sögn bjargaði lífi hans, og hvernig þessi hljóðfæri endurspegla þróun hans sem tónlistarmanns og manneskju. Hann talar einnig um áhrifavalda í lífi sínu; drengi sem missa föður sinn og jafnvel móður á unga aldri og vaxa úr grasi og verða tónlistarmenn. Robert Johnson sem seldi sálu sína djöflinum til að geta spilað á gítar eins og engill. Sister Rosetta Tharpe sem hafði ómælanleg áhrif á tónlist tuttugustu aldarinnar þó að fáir viti endilega hver hún var. John Lennon og Paul McCartney sem umbyltu hinum vestræna menningarheimi og Victor Jara sem umbylti hinum suðræna. KK hefur þann einstaka hæfileika að fylla þögnina með nærveru sinni, afslappaðri framkomu og einlægni. En KK gleymir sér ekki í sögum af sjálfum sér heldur endurvarpar boðskap þessa tónlistarfólks um mannkærleik og frið. Eftir hlé þyngist leikurinn töluvert þegar frekari áhersla er lögð á hin ýmsu áföll sem KK hefur gengið í gegnum en ávallt er stutt í húmorinn. Sviðsetningin er kannski fábrotin en virkilega áhrifarík í einfaldleika sínum. Móeiður Helgadóttir sér bæði um búninga og leikmynd. Henni ferst það verkefni vel úr hendi og er öll umgjörð lágstemmd líkt og KK sjálfur. Einnig er lýsing Magnúsar Helga Kristjánssonar falleg, sérstaklega notkun hans á ljóskösturunum, og myndvinnsla Roland Hamilton góð án þess að vera yfirþyrmandi. Aftur á móti verður að undirstrika þá staðreynd að Vegbúar er ekki leiksýning heldur frekar sviðsetning á frásögnum KK, ekki ósvipað þeirri list sem söngvaskáld stunda. Grunnhugmynd handritsins er góð en framsetningin heldur óöguð og frekar endaslepp þar sem frásögn KK endar mjög snögglega um miðbik tíunda áratugarins. En tónlistin og flutningur KK var óneitanlega áhrifamikill og stundum virkilega hjartnæmur. Ekki var þurrt auga í húsinu þegar KK söng óðinn til látinnar systur sinnar „When I Think of Angels“ og greinilegt var að áhorfendur voru vel með á nótunum. KK er tónlistarmaður sem hefur snert hjartastrengi ótal margra á sínum langa ferli og Vegbúar er enn ein skrautfjöðrin í hans hatt.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar sem hefðu þurft markvissara handrit. Leikhús Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Leikhús Vegbúar eftir Kristján Kristjánsson og Jón Gunnar Þórðarson Flytjandi: Kristján Kristjánsson Leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson Leikmynd og búningar: Móeiður Helgadóttir Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson Tónlist og útsetningar: KK Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Myndvinnsla: Roland Hamilton Fyrst var þögn og síðan tónn, þögnin tók aftur við en tónninn stelur alltaf augnablikinu og gæðir það lífi. Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, eða KK eins og flestir þekkja hann, flytur sín þekktustu lög í bland við tökulög í Vegbúar sem frumsýnd var síðastliðinn fimmtudag í Borgarleikhúsinu. KK og Jón Gunnar Þórðarson, sem bæði leikstýrir og kemur að handritinu, skoða líf tónlistarmannsins út frá sambandi hans við þá gítara sem honum hafa áskotnast í gegnum tíðina. Hann rekur sögu sína frá barnæsku þegar hann fékk sinn fyrsta gítar, sem að hans sögn bjargaði lífi hans, og hvernig þessi hljóðfæri endurspegla þróun hans sem tónlistarmanns og manneskju. Hann talar einnig um áhrifavalda í lífi sínu; drengi sem missa föður sinn og jafnvel móður á unga aldri og vaxa úr grasi og verða tónlistarmenn. Robert Johnson sem seldi sálu sína djöflinum til að geta spilað á gítar eins og engill. Sister Rosetta Tharpe sem hafði ómælanleg áhrif á tónlist tuttugustu aldarinnar þó að fáir viti endilega hver hún var. John Lennon og Paul McCartney sem umbyltu hinum vestræna menningarheimi og Victor Jara sem umbylti hinum suðræna. KK hefur þann einstaka hæfileika að fylla þögnina með nærveru sinni, afslappaðri framkomu og einlægni. En KK gleymir sér ekki í sögum af sjálfum sér heldur endurvarpar boðskap þessa tónlistarfólks um mannkærleik og frið. Eftir hlé þyngist leikurinn töluvert þegar frekari áhersla er lögð á hin ýmsu áföll sem KK hefur gengið í gegnum en ávallt er stutt í húmorinn. Sviðsetningin er kannski fábrotin en virkilega áhrifarík í einfaldleika sínum. Móeiður Helgadóttir sér bæði um búninga og leikmynd. Henni ferst það verkefni vel úr hendi og er öll umgjörð lágstemmd líkt og KK sjálfur. Einnig er lýsing Magnúsar Helga Kristjánssonar falleg, sérstaklega notkun hans á ljóskösturunum, og myndvinnsla Roland Hamilton góð án þess að vera yfirþyrmandi. Aftur á móti verður að undirstrika þá staðreynd að Vegbúar er ekki leiksýning heldur frekar sviðsetning á frásögnum KK, ekki ósvipað þeirri list sem söngvaskáld stunda. Grunnhugmynd handritsins er góð en framsetningin heldur óöguð og frekar endaslepp þar sem frásögn KK endar mjög snögglega um miðbik tíunda áratugarins. En tónlistin og flutningur KK var óneitanlega áhrifamikill og stundum virkilega hjartnæmur. Ekki var þurrt auga í húsinu þegar KK söng óðinn til látinnar systur sinnar „When I Think of Angels“ og greinilegt var að áhorfendur voru vel með á nótunum. KK er tónlistarmaður sem hefur snert hjartastrengi ótal margra á sínum langa ferli og Vegbúar er enn ein skrautfjöðrin í hans hatt.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar sem hefðu þurft markvissara handrit.
Leikhús Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira