Volvo rafvæðir allar bílgerðir Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 11:06 Brátt verða allar bílgerðir Volvo í boði sem tvinnbílar. Autoblog Brátt verða allar bílgerðir sem Volvo framleiðir í boði sem tvinnbílar sem stinga má í heimilisrafmagn (Plug-In-Hybrid). Ennfremur ætlar Volvo að koma með bíl á markað árið 2019 sem aðeins er drifinn áfram af rafmagni. Þeim fer því ört fjölgandi bílaframleiðendunum sem munu bjóða rafmagnsbíla. Nýjasti bíll Volvo, XC90 jeppinn verður einmitt í boði sem tvinnbíll, með 400 hestafla drifrás sem bæði styðst við 2,0 lítra bensínvél og rafmótora og uppgefin eyðsla hans er aðeins 2 lítrar. Sú útgáfa hans kemur á markað á næsta ári og Brimborg hefur þegar tryggt sér 35 slíka bíla og flestir eru þeir þegar seldir. Næsti nýi bíll Volvo, S90 fólksbíllinn verður einmitt með sömu drifrás, en aðrar bílgerðir Volvo fylgja svo í kjölfarið. Volvo menn eru sannfærðir um það að árið 2020 munu að minnsta kosti 10% seldra Volvo bíla vera með rafmagnsdrifrás, þ.e. annaðhvort tvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Brátt verða allar bílgerðir sem Volvo framleiðir í boði sem tvinnbílar sem stinga má í heimilisrafmagn (Plug-In-Hybrid). Ennfremur ætlar Volvo að koma með bíl á markað árið 2019 sem aðeins er drifinn áfram af rafmagni. Þeim fer því ört fjölgandi bílaframleiðendunum sem munu bjóða rafmagnsbíla. Nýjasti bíll Volvo, XC90 jeppinn verður einmitt í boði sem tvinnbíll, með 400 hestafla drifrás sem bæði styðst við 2,0 lítra bensínvél og rafmótora og uppgefin eyðsla hans er aðeins 2 lítrar. Sú útgáfa hans kemur á markað á næsta ári og Brimborg hefur þegar tryggt sér 35 slíka bíla og flestir eru þeir þegar seldir. Næsti nýi bíll Volvo, S90 fólksbíllinn verður einmitt með sömu drifrás, en aðrar bílgerðir Volvo fylgja svo í kjölfarið. Volvo menn eru sannfærðir um það að árið 2020 munu að minnsta kosti 10% seldra Volvo bíla vera með rafmagnsdrifrás, þ.e. annaðhvort tvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent