Það sem við lærðum af hollenska burðardýrinu Atli Fannar Bjarkason skrifar 15. október 2015 07:00 Samstarfsvilji borgar sig ekki. Þrátt fyrir að hafa sýnt lögreglunni á Íslandi mikinn samstarfsvilja var það ekki metið. Hin hollenska Mirjam van Twuyver fékk 11 ára dóm sem var einn sá þyngsti sem fallið hefur á Íslandi í tengslum við fíkniefnamál. Hún benti lögreglunni á fólk og tók þátt í tálbeituaðgerð. Þá tilkynnti hún lögreglu við yfirheyrslur að til stæði að smygla fíkniefnum með Norrænu til Íslands — skömmu síðar fundust 90 kíló af hörðum efnum í bíl pars sem kom til landsins með Norrænu. Burðardýr flytja inn fíkniefni í neyð. Mirjam lýsir því í viðtalinu við Stundina hvernig hún gat ekki borgað húsaleigu. Hún er öryrki og segir mjög erfitt að lifa á bótunum í Hollandi. Hún þurfti að leita til Hjálpræðishersins, missti íbúðina sína og þurfti að búa á götunni. Hún flutti svo inn til manns sem reyndist vera ofbeldismaður og kynntist loks fólki sem fékk hana til að smygla fíkniefnum til Íslands. Hún gerði þetta ekki vegna þess að þetta væri spennandi viðskiptatækifæri. Höfuðpaurarnir sleppa. Í viðtali við Stundina lýsir Mirjam því hvernig henni er ítrekað hótað af glæpasamtökum sem stóðu að smyglinu. Hún lýsir því þegar aðili tengdur málinu sagðist vita hvar hún ætti heima og að hann vissi að hundurinn hennar væri þar. Þá sagðist hann vita hvar foreldrar hennar búa og að svik myndu kosta höfuð hennar. Samtökin ná samt að halda sér í það mikilli fjarlægð að hún veit lítið um þau, annað en að þau eru mjög ógnvekjandi og með augu í hnakkanum. Semsagt. Meingölluð stefna í fíkniefnamálum, sem virkar ekki samkvæmt neinni skilgreiningu, er notuð til að troða burðardýri í fangelsi í mörg ár á meðan höfuðpaurarnir mala sitt gull í friði. Vel gert, Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun
Samstarfsvilji borgar sig ekki. Þrátt fyrir að hafa sýnt lögreglunni á Íslandi mikinn samstarfsvilja var það ekki metið. Hin hollenska Mirjam van Twuyver fékk 11 ára dóm sem var einn sá þyngsti sem fallið hefur á Íslandi í tengslum við fíkniefnamál. Hún benti lögreglunni á fólk og tók þátt í tálbeituaðgerð. Þá tilkynnti hún lögreglu við yfirheyrslur að til stæði að smygla fíkniefnum með Norrænu til Íslands — skömmu síðar fundust 90 kíló af hörðum efnum í bíl pars sem kom til landsins með Norrænu. Burðardýr flytja inn fíkniefni í neyð. Mirjam lýsir því í viðtalinu við Stundina hvernig hún gat ekki borgað húsaleigu. Hún er öryrki og segir mjög erfitt að lifa á bótunum í Hollandi. Hún þurfti að leita til Hjálpræðishersins, missti íbúðina sína og þurfti að búa á götunni. Hún flutti svo inn til manns sem reyndist vera ofbeldismaður og kynntist loks fólki sem fékk hana til að smygla fíkniefnum til Íslands. Hún gerði þetta ekki vegna þess að þetta væri spennandi viðskiptatækifæri. Höfuðpaurarnir sleppa. Í viðtali við Stundina lýsir Mirjam því hvernig henni er ítrekað hótað af glæpasamtökum sem stóðu að smyglinu. Hún lýsir því þegar aðili tengdur málinu sagðist vita hvar hún ætti heima og að hann vissi að hundurinn hennar væri þar. Þá sagðist hann vita hvar foreldrar hennar búa og að svik myndu kosta höfuð hennar. Samtökin ná samt að halda sér í það mikilli fjarlægð að hún veit lítið um þau, annað en að þau eru mjög ógnvekjandi og með augu í hnakkanum. Semsagt. Meingölluð stefna í fíkniefnamálum, sem virkar ekki samkvæmt neinni skilgreiningu, er notuð til að troða burðardýri í fangelsi í mörg ár á meðan höfuðpaurarnir mala sitt gull í friði. Vel gert, Ísland.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun