VW innkallar 100.000 bíla í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 09:23 Innkallanir dísilbíla Volkswagen eru hafnar. Autoblog Þó svo að innkallanir bíla Volkswagen með dísilvélasvindlhugbúnaðinum í Evrópu hefjist ekki fyrr en í janúar á næsta ári eru innkallanir hafnar annarsstaðar í heiminum. Í gær voru 2.000 bílar innkallaðir í Kína og nú hefur Volkswagen innkallað 100.000 bíla í Ástralíu. Um tveir þriðju þeirra eru VW fólksbílar, 17.000 atvinnubílar og 5.000 bílar eru af gerðinni Skoda. Alls verða innkallaðir 11 milljón bílar um allan heim og markmiðið er að viðeigandi breytingar á þeim verði lokið við enda næsta árs og með því muni þeir hlýta öllum mengunarskilyrðum. Breytingarnar verða eigendum bílanna að kostnaðarlausu, en spurningin er hversu miklar bætur þeir fá að auki. Sumir þessara bíla þurfa einungis breytingu á hugbúnaði þeirra en aðrir íhlutaskipti. Eigendum bílanna hefur ekki enn verið tjáð hvort þessar breytingar hafa áhrif á afl eða eyðslu þeirra. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent
Þó svo að innkallanir bíla Volkswagen með dísilvélasvindlhugbúnaðinum í Evrópu hefjist ekki fyrr en í janúar á næsta ári eru innkallanir hafnar annarsstaðar í heiminum. Í gær voru 2.000 bílar innkallaðir í Kína og nú hefur Volkswagen innkallað 100.000 bíla í Ástralíu. Um tveir þriðju þeirra eru VW fólksbílar, 17.000 atvinnubílar og 5.000 bílar eru af gerðinni Skoda. Alls verða innkallaðir 11 milljón bílar um allan heim og markmiðið er að viðeigandi breytingar á þeim verði lokið við enda næsta árs og með því muni þeir hlýta öllum mengunarskilyrðum. Breytingarnar verða eigendum bílanna að kostnaðarlausu, en spurningin er hversu miklar bætur þeir fá að auki. Sumir þessara bíla þurfa einungis breytingu á hugbúnaði þeirra en aðrir íhlutaskipti. Eigendum bílanna hefur ekki enn verið tjáð hvort þessar breytingar hafa áhrif á afl eða eyðslu þeirra.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent