Aron Einar: Mun berjast fyrir sæti mínu Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 13:30 Aron Einar í leik með Cardiff. Vísir/Getty „Ég lenti í þessu líka í ensku úrvalsdeildinni að spila ekki leik í einhverja tvo mánuði og það er bara spurning hvernig maður tæklar þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, aðspurður úr í stöðuna hjá félagsliði sínu, Cardiff City en hann hefur lítið fengið að spila undanfarnar vikur. Aron Einar var í viðtali í útvarpsþætti Fotbolti.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi meðal annars stöðuna hjá Cardiff. „Það eru margir búnir að spurja að þessu og ég held að fjölmiðlarnir séu með meiri áhyggjur af þessu en ég. Auðvitað hefur þetta einhver áhrif, ég er ekki vanur því að fá ekki að spila og ég vill vera í góðu standi fyrir næsta sumar. Ég er í þessu til að spila fótbolta en þetta er bara spurning hvernig þú kemur út úr þessu.“ Aron sagðist ætla að berjast fyrir sætinu næstu mánuðina en ef ekkert myndi breytast myndi hann skoða málin í janúar. „Ég er tilbúinn að berjast fyrir sætinu en ef ekkert breytist fer ég að líta í kringum mig. Ég bíð rólegur fram í janúar en stærsta mót lífsins míns að koma næsta sumar og ég vill vera í góðu leikformi þegar að því kemur. Ég skrifaði undir nýjan samning því mér líður vel þarna og fjölskyldunni líka og ég fékk að spila á síðasta tímabili.“Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/gettyAron meiddist á undirbúningstímabilinu en hann segir að það sé að hafa áhrif. „Þegar ég skrifa undir samning er ýmsu lofað en ég lendi svo í því að meiðast á undirbúningstímabilinu og gat ekki tekið þátt á æfingum og æfingarleikjum. Þjálfarinn vill halda liðinu sem hann hefur verið að nota en ég er duglegur að banka á dyrnar hjá honum og spjalla við hann.“ Aron verður ekki með íslenska liðinu í dag en hann segir að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að halda sigurhefðinni lifandi. „Við þurfum að halda sigurhefðinni lifandi og halda áfram að vinna í hlutum. Lars er ekki að fara að breyta neinu stórkostlegu heldur breyta einhverju sem hefur farið úrskeiðis þótt það sé ekki mikið. Við erum ennþá að bæta okkur og við förum til Frakklands í góðu skapi ef við höldum áfram að vinna leiki,“ sagði Aron sem varð faðir á dögunum og segir það hjálpa sér inn á vellinum. „Ég fæ meiri gæsahúð þegar ég stíg út á völlinn, ég kann ekki skýringu á því. Sennilega því ég vill það að hann verði stoltur af manni þegar hann verður stærri. Þetta er greinilega partur af því að eignast krakka,“ sagði Aron sem sagðist ekkert vera farinn að skoða hótelið sem íslenska liðið dvelur á í Frakklandi. „Ég er ekkert búinn að skoða hótelið en Kolbeinn talaði vel um þetta eftir að hafa verið að æfa þarna í sumar. Hann sagði að það væri mjög mikill friður þarna. Ætli ég muni ekki kúra með Rúriki á meðan mótinu stendur,“ sagði Aron léttur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Sjá meira
„Ég lenti í þessu líka í ensku úrvalsdeildinni að spila ekki leik í einhverja tvo mánuði og það er bara spurning hvernig maður tæklar þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, aðspurður úr í stöðuna hjá félagsliði sínu, Cardiff City en hann hefur lítið fengið að spila undanfarnar vikur. Aron Einar var í viðtali í útvarpsþætti Fotbolti.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi meðal annars stöðuna hjá Cardiff. „Það eru margir búnir að spurja að þessu og ég held að fjölmiðlarnir séu með meiri áhyggjur af þessu en ég. Auðvitað hefur þetta einhver áhrif, ég er ekki vanur því að fá ekki að spila og ég vill vera í góðu standi fyrir næsta sumar. Ég er í þessu til að spila fótbolta en þetta er bara spurning hvernig þú kemur út úr þessu.“ Aron sagðist ætla að berjast fyrir sætinu næstu mánuðina en ef ekkert myndi breytast myndi hann skoða málin í janúar. „Ég er tilbúinn að berjast fyrir sætinu en ef ekkert breytist fer ég að líta í kringum mig. Ég bíð rólegur fram í janúar en stærsta mót lífsins míns að koma næsta sumar og ég vill vera í góðu leikformi þegar að því kemur. Ég skrifaði undir nýjan samning því mér líður vel þarna og fjölskyldunni líka og ég fékk að spila á síðasta tímabili.“Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/gettyAron meiddist á undirbúningstímabilinu en hann segir að það sé að hafa áhrif. „Þegar ég skrifa undir samning er ýmsu lofað en ég lendi svo í því að meiðast á undirbúningstímabilinu og gat ekki tekið þátt á æfingum og æfingarleikjum. Þjálfarinn vill halda liðinu sem hann hefur verið að nota en ég er duglegur að banka á dyrnar hjá honum og spjalla við hann.“ Aron verður ekki með íslenska liðinu í dag en hann segir að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að halda sigurhefðinni lifandi. „Við þurfum að halda sigurhefðinni lifandi og halda áfram að vinna í hlutum. Lars er ekki að fara að breyta neinu stórkostlegu heldur breyta einhverju sem hefur farið úrskeiðis þótt það sé ekki mikið. Við erum ennþá að bæta okkur og við förum til Frakklands í góðu skapi ef við höldum áfram að vinna leiki,“ sagði Aron sem varð faðir á dögunum og segir það hjálpa sér inn á vellinum. „Ég fæ meiri gæsahúð þegar ég stíg út á völlinn, ég kann ekki skýringu á því. Sennilega því ég vill það að hann verði stoltur af manni þegar hann verður stærri. Þetta er greinilega partur af því að eignast krakka,“ sagði Aron sem sagðist ekkert vera farinn að skoða hótelið sem íslenska liðið dvelur á í Frakklandi. „Ég er ekkert búinn að skoða hótelið en Kolbeinn talaði vel um þetta eftir að hafa verið að æfa þarna í sumar. Hann sagði að það væri mjög mikill friður þarna. Ætli ég muni ekki kúra með Rúriki á meðan mótinu stendur,“ sagði Aron léttur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Sjá meira