Ný Subaru Impreza á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 09:40 Líkt og aðrir japanskir bílaframleiðendur er Subaru mætt á bílasýninguna í Tókýó sem hefst í dag og þar kynnir Subaru nýja Imprezu sem kemur á markað á næsta ári. Ekki er alveg víst að þetta sé endanleg útgáfa bílsins, þar sem hann ber ennþá nafnið Impreza 5-Door Concept, en í ljósi þess að stutt er í komu bílsins mun hann væntanlega ekki breytast mikið úr þessu. Þetta útlit bílsins segir Subaru að marki línur fyrir næstu gerðir Subaru bíla. Subaru Impreza hefur lengi verið í boði bæði sem fjögurra og fimm dyra bíll (sedan og hatchback) og Subaru sýndi ekki þann fjögurra dyra á sýningunni. Útlit þessarar nýju Imprezu hefur fengið góðar móttökur á Tókýó sýningunni og þeir sem um hann fjalla eru að vona að útlit hans haldist allt að framleiðslu. Það hefur ekki alltaf verið raunin hjá Subaru í gegnum tíðina.Nýja Imprezan í Tókýó. Bólgin hönnun en samt sterkar línur.Autoblog Bílar video Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent
Líkt og aðrir japanskir bílaframleiðendur er Subaru mætt á bílasýninguna í Tókýó sem hefst í dag og þar kynnir Subaru nýja Imprezu sem kemur á markað á næsta ári. Ekki er alveg víst að þetta sé endanleg útgáfa bílsins, þar sem hann ber ennþá nafnið Impreza 5-Door Concept, en í ljósi þess að stutt er í komu bílsins mun hann væntanlega ekki breytast mikið úr þessu. Þetta útlit bílsins segir Subaru að marki línur fyrir næstu gerðir Subaru bíla. Subaru Impreza hefur lengi verið í boði bæði sem fjögurra og fimm dyra bíll (sedan og hatchback) og Subaru sýndi ekki þann fjögurra dyra á sýningunni. Útlit þessarar nýju Imprezu hefur fengið góðar móttökur á Tókýó sýningunni og þeir sem um hann fjalla eru að vona að útlit hans haldist allt að framleiðslu. Það hefur ekki alltaf verið raunin hjá Subaru í gegnum tíðina.Nýja Imprezan í Tókýó. Bólgin hönnun en samt sterkar línur.Autoblog
Bílar video Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent