Mazda kynnir sportbíl með Rotary vél í Tókýó Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 09:21 Bílasýningin í Tókýó hefst í dag og líklega hefur þar vakið mesta athygli nýr sportbíll frá Mazda, RX-VISION. Ekki er það vegna þess að hann er fallegur og straumlínulagaður bíll, heldur vegna þess að vélin í bílnum er svokölluð Rotary vél. Þar með staðfestist að Mazda hefur ekki gefist upp á notkun slíkra véla þó svo fyrirtækið hafi ekki framleitt slíka vél í nokkur ár, fremur en nokkur annar bílaframleiðandi. Mazda var með Rotary vélar í RX-7 og RX-8 sportbílum sínum, en hætti framleiðslu RX-8 árið 2012. Þessi nýi sportbíll gæti því verið hinn nýi Mazda RX-9. Við kynninguna á bílnum sögðu forráðamenn Mazda að þrátt fyrir enga framleiðsla á Rotary vélum frá árinu 2012 hafi fyrirtækið haldið áfram þróun betri gerðar slíkra véla og segist hafa náð miklum árangir við straf sitt. Mazda hefur meira að segja gefið þessari nýju Rotary vél nafn, Skyactive-R og bendir það eitt til þess að þeim sé alvara með þróun hennar og að hún muni birtast brátt í bíl frá Mazda. Mazda lét hinsvegar ekki uppi hvort að smíði þessa tilraunasportbíls verður, né hvenær hann kæmi þá á markað. Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent
Bílasýningin í Tókýó hefst í dag og líklega hefur þar vakið mesta athygli nýr sportbíll frá Mazda, RX-VISION. Ekki er það vegna þess að hann er fallegur og straumlínulagaður bíll, heldur vegna þess að vélin í bílnum er svokölluð Rotary vél. Þar með staðfestist að Mazda hefur ekki gefist upp á notkun slíkra véla þó svo fyrirtækið hafi ekki framleitt slíka vél í nokkur ár, fremur en nokkur annar bílaframleiðandi. Mazda var með Rotary vélar í RX-7 og RX-8 sportbílum sínum, en hætti framleiðslu RX-8 árið 2012. Þessi nýi sportbíll gæti því verið hinn nýi Mazda RX-9. Við kynninguna á bílnum sögðu forráðamenn Mazda að þrátt fyrir enga framleiðsla á Rotary vélum frá árinu 2012 hafi fyrirtækið haldið áfram þróun betri gerðar slíkra véla og segist hafa náð miklum árangir við straf sitt. Mazda hefur meira að segja gefið þessari nýju Rotary vél nafn, Skyactive-R og bendir það eitt til þess að þeim sé alvara með þróun hennar og að hún muni birtast brátt í bíl frá Mazda. Mazda lét hinsvegar ekki uppi hvort að smíði þessa tilraunasportbíls verður, né hvenær hann kæmi þá á markað.
Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent