BMW M2 frá Alpha-N er 480 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2015 14:41 Afl BMW M2 í höndum Alpha-N hefur aukist um 110 hestöfl. Jalopnik Breytingafyrirtækið Alpha-N er nú rétt eftir kynningu BMW M2 tilbúið með þessa ofurútgáfu til almennrar sölu. Alpha-N hefur aukið við afl hefðbundins BMW M2 um 110 hestöfl og er þessi litli bíll nú 480 hestöfl. Hann er áfram með N55 sex strokka línuvélina, en Alpha-N hefur tekist að kreista út úr henni öll þessi afköst. Bíllinn hefur að auki fengið heilmikla vindskeiðar og þær að framanverðu auka vindflæði um vélina auk þess að þrýsta bílnum í malbikið. Fjöðrun bílsins er með stillanlegum “coilover” dempurum og á 19 tommu felgunum eru 245 mm dekk að framan og 265 mm að aftan. Ef kaupendur vilja þennan bíl til aksturs á keppnisbrautum má einnig fá bílinn með veltigrind og keppnissætum og ber bíllinn þá nafnið M2 RS Clubsport. Venjulegur BMW M2 er 4,3 sekúndur í 100 en þessi bíll verður sannarlega miklu sneggri, en ekki er ljóst hversu miklu sneggri, rétt eins og með verðið á bílnum. Séður að aftan og í bláum lit. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Breytingafyrirtækið Alpha-N er nú rétt eftir kynningu BMW M2 tilbúið með þessa ofurútgáfu til almennrar sölu. Alpha-N hefur aukið við afl hefðbundins BMW M2 um 110 hestöfl og er þessi litli bíll nú 480 hestöfl. Hann er áfram með N55 sex strokka línuvélina, en Alpha-N hefur tekist að kreista út úr henni öll þessi afköst. Bíllinn hefur að auki fengið heilmikla vindskeiðar og þær að framanverðu auka vindflæði um vélina auk þess að þrýsta bílnum í malbikið. Fjöðrun bílsins er með stillanlegum “coilover” dempurum og á 19 tommu felgunum eru 245 mm dekk að framan og 265 mm að aftan. Ef kaupendur vilja þennan bíl til aksturs á keppnisbrautum má einnig fá bílinn með veltigrind og keppnissætum og ber bíllinn þá nafnið M2 RS Clubsport. Venjulegur BMW M2 er 4,3 sekúndur í 100 en þessi bíll verður sannarlega miklu sneggri, en ekki er ljóst hversu miklu sneggri, rétt eins og með verðið á bílnum. Séður að aftan og í bláum lit.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent