Tíu Lazio-menn skoruðu þrisvar hjá Hólmari og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 19:02 Hólmar Örn Eyjólfsson svekkir sig á sama tíma og Lazio-menn fagna einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty Lazio voru manni færri í 84 mínútur á móti norska liðinu Rosenborg í Evrópudeildinni í kvöld en það kom ekki í veg fyrir 3-1 sigur ítalska liðsins á Ólympíuleikvanginum í Róm. Alessandro Matri var Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í vörn Rosenborg erfiður en hann skoraði eitt og átti þátt í hinum tveimur mörkunum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn en Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins.Annað Íslendingalið tapaði líka í Evrópudeildinni í kvöld en Basel tapaði þá 2-1 á heimavelli á móti portúgalska liðinu Belenenses. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður á 58. mínútu en þá var staðan orðin 2-1 fyrir Belenenses. Lazio situr í toppsæti G-riðilsins með sjö stig af níu mögulegum en Rosenborg er á botninum með aðeins eitt stig. Lazio fékk tvö góð færi í upphafi leiks en missti síðan Maurício af velli með rautt spjald eftir aðeins sex mínútna leik eftir að hann felldi Ole Kristian Selnæs sem var að sleppa einn í gegn. Rosenborg hafði samt ekki heppnina með sér í færunum í fyrri hálfleiknum því tvisvar small boltinn í markrammanum hjá Lazio, fyrst eftir skot Jörgen Skjelvik og svo eftir skalla Alexanders Söderlund. Þess í stað voru það heimamenn sem skoruðu manni færri. Hólmar Örn Eyjólfsson missti augun af Alessandro Matri í smá stund og ítalski framherjinn nýtti sér það, fékk flotta sendingu inn fyrir frá Antonio Candreva og kom Lazio í 1-0 á 28. mínútu. Hólmar Örn gerði mistök í öðru marki Lazio þegar hann missti frá sér boltann og gaf Lazio tækifæri á að vinna boltann frétt fyrir framan teiginn. Alessandro Matri nýtti sér það, vann boltann og sendi hann á Felipe Anderson sem kom Lazio í 2-0 á 54. mínútu. Alexander Søderlund minnkaði muninn í 2-1 með skalla á 69. mínútu og fékk einnig færi til að jafna aðeins fjórum mínútum síðar. Alessandro Matri fiskaði víti á 80. mínútu en Antonio Candreva lét verja hjá sér. Hann skoraði hinsvegar úr frákastinu og kom Lazio í 3-1. Hólmar Örn bjargaði vel skömmu fyrir leikslok þegar Lazio gat komist í 4-1. Lazio-liðið gaf ekkert eftir og landaði tveggja marka sigri og um leið þriggja stiga forystu á toppi riðilsins. Alexander Søderlund fékk reyndar vítaspyrnu í uppbótartíma en lét Etrit Berisha verja frá sér. Evrópudeild UEFA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Lazio voru manni færri í 84 mínútur á móti norska liðinu Rosenborg í Evrópudeildinni í kvöld en það kom ekki í veg fyrir 3-1 sigur ítalska liðsins á Ólympíuleikvanginum í Róm. Alessandro Matri var Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í vörn Rosenborg erfiður en hann skoraði eitt og átti þátt í hinum tveimur mörkunum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn en Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins.Annað Íslendingalið tapaði líka í Evrópudeildinni í kvöld en Basel tapaði þá 2-1 á heimavelli á móti portúgalska liðinu Belenenses. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður á 58. mínútu en þá var staðan orðin 2-1 fyrir Belenenses. Lazio situr í toppsæti G-riðilsins með sjö stig af níu mögulegum en Rosenborg er á botninum með aðeins eitt stig. Lazio fékk tvö góð færi í upphafi leiks en missti síðan Maurício af velli með rautt spjald eftir aðeins sex mínútna leik eftir að hann felldi Ole Kristian Selnæs sem var að sleppa einn í gegn. Rosenborg hafði samt ekki heppnina með sér í færunum í fyrri hálfleiknum því tvisvar small boltinn í markrammanum hjá Lazio, fyrst eftir skot Jörgen Skjelvik og svo eftir skalla Alexanders Söderlund. Þess í stað voru það heimamenn sem skoruðu manni færri. Hólmar Örn Eyjólfsson missti augun af Alessandro Matri í smá stund og ítalski framherjinn nýtti sér það, fékk flotta sendingu inn fyrir frá Antonio Candreva og kom Lazio í 1-0 á 28. mínútu. Hólmar Örn gerði mistök í öðru marki Lazio þegar hann missti frá sér boltann og gaf Lazio tækifæri á að vinna boltann frétt fyrir framan teiginn. Alessandro Matri nýtti sér það, vann boltann og sendi hann á Felipe Anderson sem kom Lazio í 2-0 á 54. mínútu. Alexander Søderlund minnkaði muninn í 2-1 með skalla á 69. mínútu og fékk einnig færi til að jafna aðeins fjórum mínútum síðar. Alessandro Matri fiskaði víti á 80. mínútu en Antonio Candreva lét verja hjá sér. Hann skoraði hinsvegar úr frákastinu og kom Lazio í 3-1. Hólmar Örn bjargaði vel skömmu fyrir leikslok þegar Lazio gat komist í 4-1. Lazio-liðið gaf ekkert eftir og landaði tveggja marka sigri og um leið þriggja stiga forystu á toppi riðilsins. Alexander Søderlund fékk reyndar vítaspyrnu í uppbótartíma en lét Etrit Berisha verja frá sér.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira