Montoya með Porsche í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 13:52 Montoya mættur hjá Porsche liðinu í þolakstri. Autosport Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya ætlar að taka þátt í Le Mans þolakstrinum á næsta ári og keppa þar á Porsche bíl. Montoya er ekki einhamur maður og hann að baki sigra í Formúlu 1 og Indinapolis 500 keppnum og hyggst nú reyna við Le Mans titil að auki. Ef honum tekst það verður hann fyrsti ökumaðurinn síðan 1972 sem unnið hefur “The Triple Crown of Motorsport” en þann heiður hlýtur sá ökumaður sem unnið hefur Formúlu 1 í Mónakó, Indianapolis 500 keppnina og Le Mans þolaksturinn. Svo virðist sem Porsche ætli að hjálpa honum við það á næsta ári. Porsche vann einmitt keppnina í ár og er sigurstranglegasti bílasmiðurinn í næstu keppni. Porsche hefur verið afar sigursæll framleiðandi í þolakstuskeppnum ársins og unnið flestar þær keppnir sem tekið Porsche bílar hafa tekið þátt í. Montoya mun taka þátt í sínum fyrsta þolakstri fyrir Porsche í Bahrain þann 22. nóvember. Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent
Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya ætlar að taka þátt í Le Mans þolakstrinum á næsta ári og keppa þar á Porsche bíl. Montoya er ekki einhamur maður og hann að baki sigra í Formúlu 1 og Indinapolis 500 keppnum og hyggst nú reyna við Le Mans titil að auki. Ef honum tekst það verður hann fyrsti ökumaðurinn síðan 1972 sem unnið hefur “The Triple Crown of Motorsport” en þann heiður hlýtur sá ökumaður sem unnið hefur Formúlu 1 í Mónakó, Indianapolis 500 keppnina og Le Mans þolaksturinn. Svo virðist sem Porsche ætli að hjálpa honum við það á næsta ári. Porsche vann einmitt keppnina í ár og er sigurstranglegasti bílasmiðurinn í næstu keppni. Porsche hefur verið afar sigursæll framleiðandi í þolakstuskeppnum ársins og unnið flestar þær keppnir sem tekið Porsche bílar hafa tekið þátt í. Montoya mun taka þátt í sínum fyrsta þolakstri fyrir Porsche í Bahrain þann 22. nóvember.
Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent