Óvissa á olíumörkuðum vegna endurkomu Írana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. nóvember 2015 00:01 Óvíst er hvaða áhrif endurkoma Íran á olíumarkaði mun hafa. vísir/getty Næsta ár gæti orðið forvitnilegt á olíumörkuðum heimsins þar sem létt verður mjög á viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og annarra ríkja gagnvart Íran. Olía Írana er á leiðinni á markað innan skamms en nú þegar er offramboð af olíu. Bloomberg greinir frá. Frá miðju ári 2012 hafa stjórnvöld í Íran hægt á olíuvinnslu sinni sökum viðskiptaþvingananna. Þau hafa gefið út að um leið og þvingununum verður létt verði allt sett á fullt á nýjan leik.Bijan Namdar Zanganeh er olíumálaráðherra Íran.vísir/gettySamkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni hafa verið framleiddar um 95,7 milljón tunnur af olíu að meðaltali í ár á degi hverjum en dagleg eyðsla nemur 93,8 milljón tunnum. Munurinn, 2 milljón tunnur, jafngildir daglegri olíunotkun Frakklands og hefur gert það að verkum að margir framleiðendur þurfa að safna birgðum. Aukið framboð á íranskri olíu mun auka á offramboðið og hafa gífurleg áhrif í olíuríkjum á borð við Rússland, Sádi Arabíu og Venesúela. Talið er að þegar vinnsla Írana verður komin á fullt stím á nýjan leik snemma á næsta ári muni dagleg framleiðsla landsins nema um 3,6 milljón tunnum af hráolíu á dag. Það er aukning um tæpa milljón tunnur. Offramboð á olíu á mörkuðum hefur þýtt að verðið hefur hríðfallið. Í upphafi árs kostaði tunnan í kringum áttatíu dollara en kostar nú undir fimmtíu dollurum. Verðið varð lægst í ágúst í ár þegar það fór undir fjörutíu dollara. Sé litið aftur til ársins 2011 kostaði tunnan ríflega 125 dollara svo munurinn er afar mikill. Að auki er óvitað hve miklum birgðum Íran hefur náð að safna á meðan þvingununum stóð. Líklegt þykir að landið muni herja á markaði í Suður-Evrópu og í Frakklandi en Sádar og Rússar tóku við þeim í kjölfar viðskiptaþvingananna. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran tekur þátt í friðarviðræðum Mohammad Javad Zarif mun taka þátt í fjölþjóða viðræðum þar sem markmiðið er að finna lausn á stöðu mála í Sýrlandi. 28. október 2015 23:58 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Íranska þingið hefur samþykkt kjarnorkusamninginn Samkomulagið var samþykkt með 161 atkvæði gegn 59. 13. október 2015 07:28 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Næsta ár gæti orðið forvitnilegt á olíumörkuðum heimsins þar sem létt verður mjög á viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og annarra ríkja gagnvart Íran. Olía Írana er á leiðinni á markað innan skamms en nú þegar er offramboð af olíu. Bloomberg greinir frá. Frá miðju ári 2012 hafa stjórnvöld í Íran hægt á olíuvinnslu sinni sökum viðskiptaþvingananna. Þau hafa gefið út að um leið og þvingununum verður létt verði allt sett á fullt á nýjan leik.Bijan Namdar Zanganeh er olíumálaráðherra Íran.vísir/gettySamkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni hafa verið framleiddar um 95,7 milljón tunnur af olíu að meðaltali í ár á degi hverjum en dagleg eyðsla nemur 93,8 milljón tunnum. Munurinn, 2 milljón tunnur, jafngildir daglegri olíunotkun Frakklands og hefur gert það að verkum að margir framleiðendur þurfa að safna birgðum. Aukið framboð á íranskri olíu mun auka á offramboðið og hafa gífurleg áhrif í olíuríkjum á borð við Rússland, Sádi Arabíu og Venesúela. Talið er að þegar vinnsla Írana verður komin á fullt stím á nýjan leik snemma á næsta ári muni dagleg framleiðsla landsins nema um 3,6 milljón tunnum af hráolíu á dag. Það er aukning um tæpa milljón tunnur. Offramboð á olíu á mörkuðum hefur þýtt að verðið hefur hríðfallið. Í upphafi árs kostaði tunnan í kringum áttatíu dollara en kostar nú undir fimmtíu dollurum. Verðið varð lægst í ágúst í ár þegar það fór undir fjörutíu dollara. Sé litið aftur til ársins 2011 kostaði tunnan ríflega 125 dollara svo munurinn er afar mikill. Að auki er óvitað hve miklum birgðum Íran hefur náð að safna á meðan þvingununum stóð. Líklegt þykir að landið muni herja á markaði í Suður-Evrópu og í Frakklandi en Sádar og Rússar tóku við þeim í kjölfar viðskiptaþvingananna.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran tekur þátt í friðarviðræðum Mohammad Javad Zarif mun taka þátt í fjölþjóða viðræðum þar sem markmiðið er að finna lausn á stöðu mála í Sýrlandi. 28. október 2015 23:58 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Íranska þingið hefur samþykkt kjarnorkusamninginn Samkomulagið var samþykkt með 161 atkvæði gegn 59. 13. október 2015 07:28 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Utanríkisráðherra Íran tekur þátt í friðarviðræðum Mohammad Javad Zarif mun taka þátt í fjölþjóða viðræðum þar sem markmiðið er að finna lausn á stöðu mála í Sýrlandi. 28. október 2015 23:58
Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23
Íranska þingið hefur samþykkt kjarnorkusamninginn Samkomulagið var samþykkt með 161 atkvæði gegn 59. 13. október 2015 07:28
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent