Eiður Smári: Stundum snýr fólk sér við bara því ég er hávaxinn og ljóshærður Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 10:30 vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali á kínversku fréttastöðinni CCTV þar sem hann ræddi veruna í Kína, ferilinn og Evrópumótið sem strákarnir okkar verða hluti af í Frakklandi næsta sumar. Eiður gekk nokkuð óvænt í raðir kínverska úrvalsdeildarliðsins Shijiazhuang Ever Bright í sumar þrátt fyrir að Bolton vildi halda honum á Englandi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég kom hingað í nokkra daga til að sjá umhverfið og ákvað að skrifa undir. Þetta var bland af ævintýraþrá og áskorun. Að koma hingað gaf mér líka tækifæri til að halda áfram að spila,“ segir Eiður Smári í viðtalinu. „Þetta var erfitt í fyrstu því það voru fimm vikur frá því ég hafði spilað þegar kom að fyrsta leik. Ég var eftir á í leikformi og þurfi að aðlagast öðrum heimi.“Eiður Smári fór frá Bolton til Kína.vísir/gettyHefði viljað spila betur Ever Bright er eitt af nýjustu liðunum í Kína, en það var stofnað árið 2001 og gert að atvinnumannaliði fyrir fjórum árum. Eiður segist ekki hafa búist við meiri áhuga á sér eða liðinu en raun ber vitni. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Stundum gengur maður niður götuna og fólk snýr sér við bara vegna þess að maður er hávaxinn og ljóshærður en stundum áttar fólk sig á hver ég er,“ segir Eiður kíminn. „Ég vissi að ég væri ekki að ganga í raðir stærsta félagsins í Kína en þetta snerist aldrei um það. Aðalatriðið var að koma hingað og spila eins marga leiki og mögulegt er.“ Eiður Smári er búinn að skora eitt mark í fjórtán leikjum og viðurkennir að hann hefur ekki spilað jafn vel og hann hefði kosið. Engu að síður er hann allur að koma til að eigin sögn. „Ef ég á að vera heiðarlegur hefur mér ekki gengið neitt frábærlega. Ég átti í smá vandræðum með að aðlagast lífstílnum en á síðustu mánuðum hef ég spilað alla leiki og sýnt að það er eitthvað eftir á tanknum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári skoraði í fyrsta landsleik ársins gegn Kasakstan.vísir/gettyStefnan að vinna EM „Ég hef átt nokkra eftirminnilega leiki en hef ekki sett mér neitt endanlegt markmið. Ég vona, að þegar ég yfirgef Kína hvort sem það verður eftir nokkrar vikur, mánuði eða ár að fólk mun muna eftir mér sem góðum karakter og auðvitað góðum fótboltamanni.“ Eiður Smári getur ekki annað en brosað þegar hann er spurður út í Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta skipti. „Þetta hefur verið ótrúleg upplifun. Eina eftirsjáin á ferlinum er að hafa aldrei spilað á stærsta sviðinu. Vissulega hefði ég viljað vera 27 ára á leið á EM en að vera 37 ára er ekki svo slæmt,“ segir Eiður Smári, en hverjar eru væntingarnar? „Að vinna mótið,“ segir hann og hlær. „Við tökum ekki þátt í neinu nema ætla okkur að vinna. Við erum búnir að ná okkar markmiði og það er hættulegt. Nú þurfum við að setja okkur ný markmið.“ „Þjálfararnir hafa gert vel í að stimpla í okkur að reyna að vinna alla leiki. Ef við gefum okkur alla í leikina eins og við gerðum í undankeppninni er aldrei að vita hversu langt við náum. En ef við erum raunsæir þá erum við ekki að fara á EM sem sigurstranglegasta liðið,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali á kínversku fréttastöðinni CCTV þar sem hann ræddi veruna í Kína, ferilinn og Evrópumótið sem strákarnir okkar verða hluti af í Frakklandi næsta sumar. Eiður gekk nokkuð óvænt í raðir kínverska úrvalsdeildarliðsins Shijiazhuang Ever Bright í sumar þrátt fyrir að Bolton vildi halda honum á Englandi. „Þetta gekk hratt fyrir sig. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég kom hingað í nokkra daga til að sjá umhverfið og ákvað að skrifa undir. Þetta var bland af ævintýraþrá og áskorun. Að koma hingað gaf mér líka tækifæri til að halda áfram að spila,“ segir Eiður Smári í viðtalinu. „Þetta var erfitt í fyrstu því það voru fimm vikur frá því ég hafði spilað þegar kom að fyrsta leik. Ég var eftir á í leikformi og þurfi að aðlagast öðrum heimi.“Eiður Smári fór frá Bolton til Kína.vísir/gettyHefði viljað spila betur Ever Bright er eitt af nýjustu liðunum í Kína, en það var stofnað árið 2001 og gert að atvinnumannaliði fyrir fjórum árum. Eiður segist ekki hafa búist við meiri áhuga á sér eða liðinu en raun ber vitni. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Stundum gengur maður niður götuna og fólk snýr sér við bara vegna þess að maður er hávaxinn og ljóshærður en stundum áttar fólk sig á hver ég er,“ segir Eiður kíminn. „Ég vissi að ég væri ekki að ganga í raðir stærsta félagsins í Kína en þetta snerist aldrei um það. Aðalatriðið var að koma hingað og spila eins marga leiki og mögulegt er.“ Eiður Smári er búinn að skora eitt mark í fjórtán leikjum og viðurkennir að hann hefur ekki spilað jafn vel og hann hefði kosið. Engu að síður er hann allur að koma til að eigin sögn. „Ef ég á að vera heiðarlegur hefur mér ekki gengið neitt frábærlega. Ég átti í smá vandræðum með að aðlagast lífstílnum en á síðustu mánuðum hef ég spilað alla leiki og sýnt að það er eitthvað eftir á tanknum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári skoraði í fyrsta landsleik ársins gegn Kasakstan.vísir/gettyStefnan að vinna EM „Ég hef átt nokkra eftirminnilega leiki en hef ekki sett mér neitt endanlegt markmið. Ég vona, að þegar ég yfirgef Kína hvort sem það verður eftir nokkrar vikur, mánuði eða ár að fólk mun muna eftir mér sem góðum karakter og auðvitað góðum fótboltamanni.“ Eiður Smári getur ekki annað en brosað þegar hann er spurður út í Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta skipti. „Þetta hefur verið ótrúleg upplifun. Eina eftirsjáin á ferlinum er að hafa aldrei spilað á stærsta sviðinu. Vissulega hefði ég viljað vera 27 ára á leið á EM en að vera 37 ára er ekki svo slæmt,“ segir Eiður Smári, en hverjar eru væntingarnar? „Að vinna mótið,“ segir hann og hlær. „Við tökum ekki þátt í neinu nema ætla okkur að vinna. Við erum búnir að ná okkar markmiði og það er hættulegt. Nú þurfum við að setja okkur ný markmið.“ „Þjálfararnir hafa gert vel í að stimpla í okkur að reyna að vinna alla leiki. Ef við gefum okkur alla í leikina eins og við gerðum í undankeppninni er aldrei að vita hversu langt við náum. En ef við erum raunsæir þá erum við ekki að fara á EM sem sigurstranglegasta liðið,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti