Lagerbäck: Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2015 12:24 Guðmundur Hreiðarsson, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Vísir/Adam Jastrzebowski Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur lítinn skilning á því af hverju knattspyrnulandslið þurfi að vera með fjölmennan hóp starfsmanna á sínum snærum. Lagerbäck er í viðtali við norska blaðið VG í dag en Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjalandi í umspili fyrir EM 2016 á mánudag. Í úttekt blaðsins kemur í ljós að norska knattspyrnusambandið hefur varið meira en 300 milljónum króna í karlalandsliðið það sem af er þessu ári og starfslið landsliðsins í útileiknum gegn Ungverjalandi hafi talið um 20 manns. „Ég held að það sé of mikil hætta á því að þú missir einbeitingu og að leikmenn fái álit of margra aðila á því sem þeir eru að gera,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu. Tekið er fram að hann sé ekki að tala um norska landsliðið sérstaklega heldur um starfsumhverfi knattspyrnulandsliða almennt.Vísir/VilhelmOfurtrú á sérfræðinga „Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim árum sem ég hef verið landsliðsþjálfari er að það verður að halda því í jafnvægi hversu margir mismunandi aðilar leggi sitt lóð á vogaskálirnar,“ sagði hann enn fremur. Lagerbäck bendir á að íslenska karlalandsliðið sé með þrjá þjálfara á sínum snærum, þrjá sjúkraþjálfara, einn lækni, einn búningastjóra, einn fararstjóra og einn fjölmiðlafulltrúa. Mörg önnur lið eru hins vegar með starfslið upp á 25-30 manns. „Ég hef engan skilning á því hvaða hlutverki svona stórt starfslið gegnir. Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk í 10-12 daga? Hver er í raun þörfin? Ég held að maður missi aðeins einbeitinguna á fótboltann ef maður leggur ofurtrú á alla þessa sérfræðinga.“Vísir/AntonEinn leiðtogi „Ég tel að þjálfar sem starfar í svo háum gæðaflokki eigi að hafa sjálfur næga þekkingu og menntun,“ segir Lagerbäck og telur lykilatriði að það sé enginn vafi á því hver stýrir ferðinni og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. „Það eru í raun engir töfrar við knattspyrnuna. Einn aðili verður að ákveða og forgangsraða störfunum í kringum landsliðin.“ Lagerbäck segir að það sé margt hægt að læra af íslenska landsliðinu og umhverfi þess. „Það er hægt að ná góðum árangri með lítilli yfirbyggingu. Íslendingar gera sér grein fyrir því að til þess að ná einhverjum árangri þá þarftu að hafa sjálfur fyrir því.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur lítinn skilning á því af hverju knattspyrnulandslið þurfi að vera með fjölmennan hóp starfsmanna á sínum snærum. Lagerbäck er í viðtali við norska blaðið VG í dag en Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjalandi í umspili fyrir EM 2016 á mánudag. Í úttekt blaðsins kemur í ljós að norska knattspyrnusambandið hefur varið meira en 300 milljónum króna í karlalandsliðið það sem af er þessu ári og starfslið landsliðsins í útileiknum gegn Ungverjalandi hafi talið um 20 manns. „Ég held að það sé of mikil hætta á því að þú missir einbeitingu og að leikmenn fái álit of margra aðila á því sem þeir eru að gera,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu. Tekið er fram að hann sé ekki að tala um norska landsliðið sérstaklega heldur um starfsumhverfi knattspyrnulandsliða almennt.Vísir/VilhelmOfurtrú á sérfræðinga „Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim árum sem ég hef verið landsliðsþjálfari er að það verður að halda því í jafnvægi hversu margir mismunandi aðilar leggi sitt lóð á vogaskálirnar,“ sagði hann enn fremur. Lagerbäck bendir á að íslenska karlalandsliðið sé með þrjá þjálfara á sínum snærum, þrjá sjúkraþjálfara, einn lækni, einn búningastjóra, einn fararstjóra og einn fjölmiðlafulltrúa. Mörg önnur lið eru hins vegar með starfslið upp á 25-30 manns. „Ég hef engan skilning á því hvaða hlutverki svona stórt starfslið gegnir. Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk í 10-12 daga? Hver er í raun þörfin? Ég held að maður missi aðeins einbeitinguna á fótboltann ef maður leggur ofurtrú á alla þessa sérfræðinga.“Vísir/AntonEinn leiðtogi „Ég tel að þjálfar sem starfar í svo háum gæðaflokki eigi að hafa sjálfur næga þekkingu og menntun,“ segir Lagerbäck og telur lykilatriði að það sé enginn vafi á því hver stýrir ferðinni og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. „Það eru í raun engir töfrar við knattspyrnuna. Einn aðili verður að ákveða og forgangsraða störfunum í kringum landsliðin.“ Lagerbäck segir að það sé margt hægt að læra af íslenska landsliðinu og umhverfi þess. „Það er hægt að ná góðum árangri með lítilli yfirbyggingu. Íslendingar gera sér grein fyrir því að til þess að ná einhverjum árangri þá þarftu að hafa sjálfur fyrir því.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti