Guðmundur Hólmar: Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 19:00 Guðmundur Hólmar Helgason var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið í handbolta á dögunum. Það er óhætt að segja að kallið hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég fékk símtal á þriðjudegi og klukkutíma seinna þurfti maður að búa sig undir að fara út. Svo var ein æfing og út um nóttina. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart," sagði Guðmundur Hólmar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var rosalega gaman. Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við þetta. Það var rosalega gaman að fá þetta mikinn tíma því maður bjóst engan veginn við þessum," en var Guðmundur sáttur með sjálfan sig? „Já, mér fannst ég komast mjög vel frá þessu miðað við undirbúning sem var lítill og ég hafði aldrei spilað með þessum leikmönnum áður." Guðmundur er 23 ára Akureyringur, 192 sentímetrar og 100 kíló. Hann segir að það sé stórt stökk að koma úr Olís-deild karla og fara að leika gegn þeim bestu. „Ég ætla ekki að neita því að þetta voru mikil viðbrigði. Flestir leikmennirnir voru jafn þungur eða þyngri en maður sjálfur og sterkari og mikið leikreyndari. Það var mikill viðsnúningur." Hann hefur æft manna best með Afrekshópi handknattleikssambandsins og það hefur skilað sér, en afreksæfingarnar eru fyrir þá bestu sem spila hér heima. „Mér finnst það mjög sniðugt "concept" þessi afrekshópur. Þótt að þetta sé ekki oft og þótt þetta séu ekki harðar æfingar, þá er verið að kynna bæði varnar- og sóknarleik fyrir leikmönnum." „Ég hef verið heppinn og komist á flestar af þeim æfingum. Það klárlega brúaði bilið. Það var auðveldara fyrir mig að koma inn í vörnina hjá landsliðinu núna, heldur ef ég hefði ekkert verið að komast á þessar æfingar." Guðmundur Hólmar er á leið í frönsku úrvalsdeildina á næstu leiktíð, en hann hefur samið tið Cesson Rennes til ársins 2018. Guðmundur er spenntur fyrir því að fara út. „Það eru bara forréttindi að fá að fara út og fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast; að spila handbolta. Líka eru það forréttindi að fá að taka þátt í þessu stutta verkefni með landsliðinu núna þrátt fyrir að það hafi verið leiðinleg atvik sem leiddu til þess að ég hafi tekið þátt. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Guðmundur. Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Guðmundur ræðir meira um afrekshópinn og einnig hver sé helsti munurinn á alþjóðlegum bolta og Olís-deildinni svo eitthvað sé nefnt. Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið í handbolta á dögunum. Það er óhætt að segja að kallið hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég fékk símtal á þriðjudegi og klukkutíma seinna þurfti maður að búa sig undir að fara út. Svo var ein æfing og út um nóttina. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart," sagði Guðmundur Hólmar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var rosalega gaman. Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við þetta. Það var rosalega gaman að fá þetta mikinn tíma því maður bjóst engan veginn við þessum," en var Guðmundur sáttur með sjálfan sig? „Já, mér fannst ég komast mjög vel frá þessu miðað við undirbúning sem var lítill og ég hafði aldrei spilað með þessum leikmönnum áður." Guðmundur er 23 ára Akureyringur, 192 sentímetrar og 100 kíló. Hann segir að það sé stórt stökk að koma úr Olís-deild karla og fara að leika gegn þeim bestu. „Ég ætla ekki að neita því að þetta voru mikil viðbrigði. Flestir leikmennirnir voru jafn þungur eða þyngri en maður sjálfur og sterkari og mikið leikreyndari. Það var mikill viðsnúningur." Hann hefur æft manna best með Afrekshópi handknattleikssambandsins og það hefur skilað sér, en afreksæfingarnar eru fyrir þá bestu sem spila hér heima. „Mér finnst það mjög sniðugt "concept" þessi afrekshópur. Þótt að þetta sé ekki oft og þótt þetta séu ekki harðar æfingar, þá er verið að kynna bæði varnar- og sóknarleik fyrir leikmönnum." „Ég hef verið heppinn og komist á flestar af þeim æfingum. Það klárlega brúaði bilið. Það var auðveldara fyrir mig að koma inn í vörnina hjá landsliðinu núna, heldur ef ég hefði ekkert verið að komast á þessar æfingar." Guðmundur Hólmar er á leið í frönsku úrvalsdeildina á næstu leiktíð, en hann hefur samið tið Cesson Rennes til ársins 2018. Guðmundur er spenntur fyrir því að fara út. „Það eru bara forréttindi að fá að fara út og fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast; að spila handbolta. Líka eru það forréttindi að fá að taka þátt í þessu stutta verkefni með landsliðinu núna þrátt fyrir að það hafi verið leiðinleg atvik sem leiddu til þess að ég hafi tekið þátt. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Guðmundur. Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Guðmundur ræðir meira um afrekshópinn og einnig hver sé helsti munurinn á alþjóðlegum bolta og Olís-deildinni svo eitthvað sé nefnt.
Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira