Lítið eftir af veiðileyfum í Blöndu fyrir 2016 Karl Lúðvíksson skrifar 2. desember 2015 10:00 Þorsteinn Stefánsson með flottann lax úr Blöndu á liðnu sumri Veiðimenn eru í óðaönn að bóka veiðileyfi fyrir næsta sumar og það er mikil ásókn í daga í bestu ánum. Það er mikil sala í veiðileyfum og veiðileyfasalar bera sig vel enda virðist salan nú endurspegla frábært sumar í ánum. Gott dæmi um þetta er t.d. Blanda en samkvæmt fréttum frá Lax-Á er lítið eftir af stöngum í ánna á besta tímanum fyrir næsta sumar. Það skal heldur engan undra að eftirspurn sé mikil eftir leyfum í Blöndu en hún endaði sem kunnugt er í 4829 löxum á liðnu sumri sem er met í henni. Erlendir veiðimenn eru að koma sterkir inn í bókanir og það er nokkuð ljóst að það verður ekki jafn auðvelt að stökkva á lausa daga næsta sumar eins og það var í sumar. Allar árnar sem voru á topp tíu listanum yfir aflahæstu árnar í fyrra eru stutt frá því að vera fullbókaðar þannig að það þarf að hafa hraðann á ef veiðimenn sem veiddu þar í fyrra ætla á annað borð að veiða í ánum sínum aftur. Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Veiðimenn eru í óðaönn að bóka veiðileyfi fyrir næsta sumar og það er mikil ásókn í daga í bestu ánum. Það er mikil sala í veiðileyfum og veiðileyfasalar bera sig vel enda virðist salan nú endurspegla frábært sumar í ánum. Gott dæmi um þetta er t.d. Blanda en samkvæmt fréttum frá Lax-Á er lítið eftir af stöngum í ánna á besta tímanum fyrir næsta sumar. Það skal heldur engan undra að eftirspurn sé mikil eftir leyfum í Blöndu en hún endaði sem kunnugt er í 4829 löxum á liðnu sumri sem er met í henni. Erlendir veiðimenn eru að koma sterkir inn í bókanir og það er nokkuð ljóst að það verður ekki jafn auðvelt að stökkva á lausa daga næsta sumar eins og það var í sumar. Allar árnar sem voru á topp tíu listanum yfir aflahæstu árnar í fyrra eru stutt frá því að vera fullbókaðar þannig að það þarf að hafa hraðann á ef veiðimenn sem veiddu þar í fyrra ætla á annað borð að veiða í ánum sínum aftur.
Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði