Allt að gerast á Íslandi Skjóðan skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Forsætisráðherra telur fráleitt að landflótti sé brostinn á meðal ungra Íslendinga vegna spillingar og stjórnarfars. Ráðherrann segir Ísland bera af öðrum löndum sem gull af eiri og það passi einfaldlega ekki að ungt fólk sé á flótta undan öllum þeim tækifærum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Skýringarinnar á útþrá ungs fólks sé að leita í ævintýraþrá og forvitni en ekki í því að vont sé að búa hér á landi. Enda muni allir koma aftur og fleiri til, segir forsætisráðherra. Og hví ætti fólk ekki að koma til baka? Á fundi framsóknarmanna um síðustu helgi lýsti forsætisráðherra því hreykinn yfir að nú væri að fara í gang vinna á fullu við afnám verðtryggingar á neytendalán. Stóra kosningaloforðið hjá forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar vorið 2013 var einmitt að afnema verðtryggingu. Síðan eru liðin tæp þrjú ár. Já, það er allt að gerast. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir seðlabönkum annarra landa til syndanna fyrir að bjóða upp á allt of lága vexti. Það er ekki pyttur sem Seðlabanki Íslands fellur í því vextir hans hafa á köflum verið nærri fimmtugfaldir á við vexti annarra seðlabanka. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki tekið lán og keypt sér húsnæði á Íslandi. Mikið má það vera þakklátt því ekki þarf að greiða af lánum sem ekki eru tekin. Unga fólkið býr bara heima hjá pabba og mömmu þangað til það erfir æskuheimili sín og verðtryggðu lánin sem fylgja með. Aldeilis flott lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Fólkinu í landinu var lofað að það fengi að kjósa um framhald Evrópuferlisins á kjörtímabilinu. Ekkert verður af því af því að vitanlega er það einhvers konar pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn hætti á að þjóðin komist að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin vill fá fram. Þá yrði ríkisstjórnin að víkja en þessi ríkisstjórn beitti krók á móti bragði og lét þjóðina víkja. Allt uppi á borðinu og engin spilling. Fyrirmyndar stjórnarfar. Eftir hryðjuverkaárásirnar á París getur unga fólkið á Íslandi gleymt því að Ísland verði hluti af Evrópu framtíðarinnar. Forseti lýðveldisins er búinn að lýsa því yfir að Schengen-samstarfið hafi brugðist og einsýnt sé að Ísland hverfi frá því samstarfi með nágrannaþjóðum sínum. Schengen sé gagnslaust og við Íslendingar höfum hvort eð er engin efni á þátttöku. Við erum of blönk til að vera í Schengen en nógu rík til að loka okkur af með okkar krónu og fimmtugfalda vexti. Nei, unga fólkið er áreiðanlega ekki að flýja spillingu og slæmt stjórnarfar. Hér er allt að gerast. Skjóðan Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Forsætisráðherra telur fráleitt að landflótti sé brostinn á meðal ungra Íslendinga vegna spillingar og stjórnarfars. Ráðherrann segir Ísland bera af öðrum löndum sem gull af eiri og það passi einfaldlega ekki að ungt fólk sé á flótta undan öllum þeim tækifærum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Skýringarinnar á útþrá ungs fólks sé að leita í ævintýraþrá og forvitni en ekki í því að vont sé að búa hér á landi. Enda muni allir koma aftur og fleiri til, segir forsætisráðherra. Og hví ætti fólk ekki að koma til baka? Á fundi framsóknarmanna um síðustu helgi lýsti forsætisráðherra því hreykinn yfir að nú væri að fara í gang vinna á fullu við afnám verðtryggingar á neytendalán. Stóra kosningaloforðið hjá forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar vorið 2013 var einmitt að afnema verðtryggingu. Síðan eru liðin tæp þrjú ár. Já, það er allt að gerast. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir seðlabönkum annarra landa til syndanna fyrir að bjóða upp á allt of lága vexti. Það er ekki pyttur sem Seðlabanki Íslands fellur í því vextir hans hafa á köflum verið nærri fimmtugfaldir á við vexti annarra seðlabanka. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki tekið lán og keypt sér húsnæði á Íslandi. Mikið má það vera þakklátt því ekki þarf að greiða af lánum sem ekki eru tekin. Unga fólkið býr bara heima hjá pabba og mömmu þangað til það erfir æskuheimili sín og verðtryggðu lánin sem fylgja með. Aldeilis flott lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Fólkinu í landinu var lofað að það fengi að kjósa um framhald Evrópuferlisins á kjörtímabilinu. Ekkert verður af því af því að vitanlega er það einhvers konar pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn hætti á að þjóðin komist að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin vill fá fram. Þá yrði ríkisstjórnin að víkja en þessi ríkisstjórn beitti krók á móti bragði og lét þjóðina víkja. Allt uppi á borðinu og engin spilling. Fyrirmyndar stjórnarfar. Eftir hryðjuverkaárásirnar á París getur unga fólkið á Íslandi gleymt því að Ísland verði hluti af Evrópu framtíðarinnar. Forseti lýðveldisins er búinn að lýsa því yfir að Schengen-samstarfið hafi brugðist og einsýnt sé að Ísland hverfi frá því samstarfi með nágrannaþjóðum sínum. Schengen sé gagnslaust og við Íslendingar höfum hvort eð er engin efni á þátttöku. Við erum of blönk til að vera í Schengen en nógu rík til að loka okkur af með okkar krónu og fimmtugfalda vexti. Nei, unga fólkið er áreiðanlega ekki að flýja spillingu og slæmt stjórnarfar. Hér er allt að gerast.
Skjóðan Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira