Bretar vilja skipta út dísilbílum Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2015 15:56 Bílar sem brenna dísilolíu verða nú síóvinsælli vegna NOx mengunar þeirra. Umhverfisnefnd breska þingsins hefur mælt með því að breska ríkið bjóði þeim sem hugsað geta sér að skipta út dísilbílum sínum fyrir bensínbíla sérstakan útskiptibónus. Einnig er lagt til að skattar á bíla séu hærri ef þeir menga NOx nituroxíssamböndum, líkt og dísilbílar gera umfram bensínbíla. Þá gangrýnir nefndin einnig þá skattastefnu sem samþykkt var síðast á þinginu og tók ekki mið af NOx mengun, heldur aðeins CO2 mengun, líkt og er við lýði hér á landi. Þar hafi ríkið misst af góðu tækifæri til að taka á mengun dísilbíla, sérlega þeirra sem menga mikið af efnasambandinu. Evrópusambandið hefur lýst NOx efnasamböndum sem krabbameinsvaldandi og á því liggi enginn vafi. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Umhverfisnefnd breska þingsins hefur mælt með því að breska ríkið bjóði þeim sem hugsað geta sér að skipta út dísilbílum sínum fyrir bensínbíla sérstakan útskiptibónus. Einnig er lagt til að skattar á bíla séu hærri ef þeir menga NOx nituroxíssamböndum, líkt og dísilbílar gera umfram bensínbíla. Þá gangrýnir nefndin einnig þá skattastefnu sem samþykkt var síðast á þinginu og tók ekki mið af NOx mengun, heldur aðeins CO2 mengun, líkt og er við lýði hér á landi. Þar hafi ríkið misst af góðu tækifæri til að taka á mengun dísilbíla, sérlega þeirra sem menga mikið af efnasambandinu. Evrópusambandið hefur lýst NOx efnasamböndum sem krabbameinsvaldandi og á því liggi enginn vafi.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent