Fyrsti raðsmíðaði Bentley Bentayga Finnur Thorlacius skrifar 30. nóvember 2015 09:27 Fyrsta eintakið af Bentley Bentayga tilbúið í Crewe. Worldcarfans Fyrsta eintakið af fyrsta jeppa breska lúxusbílasmiðsins Bentley rúllaði af færiböndunum á föstudaginn og var því fagnað af vonum. Það hefur tekið Bentley 4 ár að þróa þennan bíl og vegna hans hefur þurft að bæta við 1.500 starfsmönnum í verksmiðjum Bentley í Crewe í Bretlandi. Í fyrstu atrennu verða smíðuð 608 eintök af “First Edition”-útgáfu bílsins og verða þau númeruð. Eitt þeirra fer til Buckingham Palace og mun tilheyra bresku konungsfjölskyldunni. Þetta fyrsta eintak bílsins mun þó fara á safn í eigu Bentley sem heitir Bentley´s Heritage Collection. Það tók eina 130 klukkutíma að klára raðsmíði þessa fyrsta jeppa og margt við smíði hans er gert í höndunum, enda mjög vandað til verks. Aðeins ein vélargerð er í boði í fyrstu í Bentley Bentayga og það enginn smá rokkur, 608 hestafla W12 vél sem er með 6,0 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þar er komin skýringin á því af hverju “First Edition” eintökin verða 608 talsins, eða jafn mörg og hestöflin sem vél hans skartar. Þessi býr að auki að ógnartogi, eða 900 Nm, og er vart dæmi um annað eins í jeppa. Bentley ætlar að bjóða aðra vélargerð í bílinn seinna, 4,0 lítra V8 TDI dísilvél með rafdrifinni forþjöppu. Heyrst hefur að Bentley hugi einnig að smíði lúxusjepplings og “coupe”-gerðar Bentayga. Alls hafa borist 4.000 pantanir í Bentley Bentayga jeppann og mun það auka sölu Bentley um 40%. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Fyrsta eintakið af fyrsta jeppa breska lúxusbílasmiðsins Bentley rúllaði af færiböndunum á föstudaginn og var því fagnað af vonum. Það hefur tekið Bentley 4 ár að þróa þennan bíl og vegna hans hefur þurft að bæta við 1.500 starfsmönnum í verksmiðjum Bentley í Crewe í Bretlandi. Í fyrstu atrennu verða smíðuð 608 eintök af “First Edition”-útgáfu bílsins og verða þau númeruð. Eitt þeirra fer til Buckingham Palace og mun tilheyra bresku konungsfjölskyldunni. Þetta fyrsta eintak bílsins mun þó fara á safn í eigu Bentley sem heitir Bentley´s Heritage Collection. Það tók eina 130 klukkutíma að klára raðsmíði þessa fyrsta jeppa og margt við smíði hans er gert í höndunum, enda mjög vandað til verks. Aðeins ein vélargerð er í boði í fyrstu í Bentley Bentayga og það enginn smá rokkur, 608 hestafla W12 vél sem er með 6,0 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þar er komin skýringin á því af hverju “First Edition” eintökin verða 608 talsins, eða jafn mörg og hestöflin sem vél hans skartar. Þessi býr að auki að ógnartogi, eða 900 Nm, og er vart dæmi um annað eins í jeppa. Bentley ætlar að bjóða aðra vélargerð í bílinn seinna, 4,0 lítra V8 TDI dísilvél með rafdrifinni forþjöppu. Heyrst hefur að Bentley hugi einnig að smíði lúxusjepplings og “coupe”-gerðar Bentayga. Alls hafa borist 4.000 pantanir í Bentley Bentayga jeppann og mun það auka sölu Bentley um 40%.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent