Grýlukerti í hausinn Berglind Pétursdóttir skrifar 7. desember 2015 07:00 Það er kominn sjöundi desember, Almar er örugglega við það að skríða úr kassanum og Aaron Carter á afmæli í dag. Það eru 24 dagar eftir af árinu, 17 dagar til jóla og loksins samfélagslega samþykkt að drekka jólaglögg á öllum tímum sólarhringsins því það er svo ógeðslega kalt. En það eru hættulegir tímar framundan. Tímar hálkubletta og svellbunka sem fela sig undir glaðlegum jólasnjó. Ég lifi í stöðugum ótta um að stærðarinnar grýlukerti kljúfi mig í tvennt eða ég renni niður tröppur og lærbrotni. Sjúkraþjálfarar landsins taka sveittir á móti góðhjörtuðum fyrirmyndarborgurum sem hafa eyðilagt líkama sinn af góðmennsku. Við erum að tala um ýta-bíl-úr-skafli-meiðslin, tognuð mjóbök, marða rassa og vandamál tengd sjálfstrausti vegna vandræðalegra skrykkja í hálku. Það eru þó nokkrir hlutir tengdir þessum harmleik sem eru mjög fullnægjandi. Mér finnst til dæmis mjög gaman að moka tröppurnar heima. Mér finnst það sýna mikinn karakter þegar fólk er með vel mokaðar tröppur og með því að fjarlægja dauðagildruklakann úr tröppunum sýni ég blaðburðarfólkinu og pítsusendlunum sem þjónusta mig mikla virðingu. Ekki er leiðinlegra að sparka snjó undan bílnum. Mér líður eins og ég viti eitthvað um bíla þegar ég losa mesta klakann utan af dekkjunum. Svo ef einhver labbar framhjá snýti ég mér í vettlinginn og öskra eitthvað um hestöfl. Að stíga í frosinn poll og finna hann bresta, að taka fram sköfuna og finna að maður þarf bara að dusta snjóinn af, ekki hamast á rúðunni með blaðinu og svo það allra besta: að taka langt prik og grýlukertahreinsa. Sjá alla banvænu hnífana falla til jarðar. Og umhverfið verður aðeins öruggara fyrir vikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Það er kominn sjöundi desember, Almar er örugglega við það að skríða úr kassanum og Aaron Carter á afmæli í dag. Það eru 24 dagar eftir af árinu, 17 dagar til jóla og loksins samfélagslega samþykkt að drekka jólaglögg á öllum tímum sólarhringsins því það er svo ógeðslega kalt. En það eru hættulegir tímar framundan. Tímar hálkubletta og svellbunka sem fela sig undir glaðlegum jólasnjó. Ég lifi í stöðugum ótta um að stærðarinnar grýlukerti kljúfi mig í tvennt eða ég renni niður tröppur og lærbrotni. Sjúkraþjálfarar landsins taka sveittir á móti góðhjörtuðum fyrirmyndarborgurum sem hafa eyðilagt líkama sinn af góðmennsku. Við erum að tala um ýta-bíl-úr-skafli-meiðslin, tognuð mjóbök, marða rassa og vandamál tengd sjálfstrausti vegna vandræðalegra skrykkja í hálku. Það eru þó nokkrir hlutir tengdir þessum harmleik sem eru mjög fullnægjandi. Mér finnst til dæmis mjög gaman að moka tröppurnar heima. Mér finnst það sýna mikinn karakter þegar fólk er með vel mokaðar tröppur og með því að fjarlægja dauðagildruklakann úr tröppunum sýni ég blaðburðarfólkinu og pítsusendlunum sem þjónusta mig mikla virðingu. Ekki er leiðinlegra að sparka snjó undan bílnum. Mér líður eins og ég viti eitthvað um bíla þegar ég losa mesta klakann utan af dekkjunum. Svo ef einhver labbar framhjá snýti ég mér í vettlinginn og öskra eitthvað um hestöfl. Að stíga í frosinn poll og finna hann bresta, að taka fram sköfuna og finna að maður þarf bara að dusta snjóinn af, ekki hamast á rúðunni með blaðinu og svo það allra besta: að taka langt prik og grýlukertahreinsa. Sjá alla banvænu hnífana falla til jarðar. Og umhverfið verður aðeins öruggara fyrir vikið.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun