Umfjöllun og viðtöl: Afturelding með rándýran útisigur á ÍBV Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 20. desember 2015 00:01 Eyjamenn standa þétt saman í dag. vísir/pjetur Afturelding vann sterkan 28-26 útisigur á ÍBV í dag og tryggði sér þar með farseðilinn í deildarbikarinn sem fram fer milli jóla og nýárs. Pálmar Pétursson var fjarri góðu gamni í liði gestanna en Grétar Þór Eyþórsson var vant við látinn í liði ÍBV. Sindri Haraldsson var þó aftur kominn inn í hóp ÍBV en hann fékk að spila nokkrar mínútur í dag. Einungis einu stigi munaði á liðunum fyrir leikinn sem var úrslitaleikur um það hvort liðið færi í deildarbikarinn. Jafntefli nægði ÍBV þar sem þeir voru ofar. Blaðamaður hefur varla séð jafnari byrjun á leik þar sem einungis einu marki munaði á liðunum mest allan leikinn. Heimamenn komust yfir á fyrstu mínútu en það var í eina skiptið sem ÍBV leiddi í leiknum. Vörn gestanna var mjög góð en hún er sniðin út frá 5-1 vörn Eyjamanna sem gerði garðinn frægan í Íslandsmótinu árið 2014. Markverðir liðanna voru einnig frábærir í fyrri hálfleik varði Kolbeinn Aron Arnarson tvö vítaköst en Davíð Svansson eitt. Í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum, Eyjamenn jöfnuðu og síðan komust gestirnir yfir. Þannig var sagan í þó nokkurn tíma. Nökkvi Dan Elliðason stimplaði sig enn og aftur inn í liðið með fjórum af fimm mörkum ÍBV á kafla í síðari hálfleik. Tvö rauð spjöld fóru á loft eftir rúmar 45 mínútur þegar Þrándi Gíslasyni og Magnúsi Stefánssyni lenti saman. Þá var Brynjar Karl Óskarsson ósáttur með framkomu Þrándar en það endaði með öðru rauða spjaldi. Dómararnir sendu því Brynjar og Þránd í sturtu. Þetta virtist kveikja í gestunum sem gengu á lagið og komust þremur mörkum yfir þegar lítið var eftir. Það var einfaldlega ekki nægur kraftur í leikmönnum ÍBV til að koma til baka og það sást að Grétar Þór Eyþórsson var ekki til staðar þar sem að karakterinn var ekki mikill. Nýjasti íslenski ríkisborgarinn, Stephen Nielsen, varði mark Eyjamanna síðustu mínútur leiksins en hann varði sjö af þeim fimmtán skotum sem hann fékk á sig. Það var aftur en ekki nóg þar sem að gestirnir lönduðu að lokum tveggja marka sigri, það var einnig ljóst að þeim langaði mun meira að fara í deildarbikarinn heldur en leikmönnum ÍBV. Árni Bragi Eyjólfsson og Birkir Benediktsson fóru mikinn í liði gestanna en Árni skoraði átta og Birkir fimm. Theodór Sigurbjörnsson og Kári Kristján Kristjánsson voru atkvæðamestir í liði ÍBV. Teddi skoraði sex mörk en Kári gerði fimm og fiskaði þrjú vítaköst. ÍBV er því í fimmta sæti deildarinnar en eins og áður segir lyfti Afturelding sér úr sjötta sætinu í það fjórða. Davíð: Frábær úrslit„Við erum gríðarlega ánægðir, þetta var hörkuleikur og frábær úrslit,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, eftir sigurinn. „Við vorum að spila betri sóknarleik en við höfum verið að gera undanfarið. Undir lokin þegar á reyndi sýndum við hörku karakter og liðsanda sem skóp þennan sigur.“ Davíð segir að liðið hafi alltaf haldið Eyjamönnum í skefjum allan leikinn. Liðið komst með sigrinum í deildarbikarinn. „Við ætlum að keppa um alla bikara sem í boði er og því er það jákvætt.“ Arnar: Lentum í vandræðum með þá varnarlega„Ég er svosem sáttur með margt í okkar leik, en sumt ekki,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við lentum bara í vandræðum með þá varnarlega og þeir voru að spila vel. Það er erfitt að elta allan leikinn.“ Arnar segist vera ánægður með hvað margir ungir leikmenn fengu tækifærið hjá ÍBV í kvöld. „Þetta fer í reynslubankann hjá þeim og við byggjum bara ofan á þetta,“ segir Arnar sem var ekki ánægður með að tapa sætinu í deildarbikarnum. Olís-deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Afturelding vann sterkan 28-26 útisigur á ÍBV í dag og tryggði sér þar með farseðilinn í deildarbikarinn sem fram fer milli jóla og nýárs. Pálmar Pétursson var fjarri góðu gamni í liði gestanna en Grétar Þór Eyþórsson var vant við látinn í liði ÍBV. Sindri Haraldsson var þó aftur kominn inn í hóp ÍBV en hann fékk að spila nokkrar mínútur í dag. Einungis einu stigi munaði á liðunum fyrir leikinn sem var úrslitaleikur um það hvort liðið færi í deildarbikarinn. Jafntefli nægði ÍBV þar sem þeir voru ofar. Blaðamaður hefur varla séð jafnari byrjun á leik þar sem einungis einu marki munaði á liðunum mest allan leikinn. Heimamenn komust yfir á fyrstu mínútu en það var í eina skiptið sem ÍBV leiddi í leiknum. Vörn gestanna var mjög góð en hún er sniðin út frá 5-1 vörn Eyjamanna sem gerði garðinn frægan í Íslandsmótinu árið 2014. Markverðir liðanna voru einnig frábærir í fyrri hálfleik varði Kolbeinn Aron Arnarson tvö vítaköst en Davíð Svansson eitt. Í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum, Eyjamenn jöfnuðu og síðan komust gestirnir yfir. Þannig var sagan í þó nokkurn tíma. Nökkvi Dan Elliðason stimplaði sig enn og aftur inn í liðið með fjórum af fimm mörkum ÍBV á kafla í síðari hálfleik. Tvö rauð spjöld fóru á loft eftir rúmar 45 mínútur þegar Þrándi Gíslasyni og Magnúsi Stefánssyni lenti saman. Þá var Brynjar Karl Óskarsson ósáttur með framkomu Þrándar en það endaði með öðru rauða spjaldi. Dómararnir sendu því Brynjar og Þránd í sturtu. Þetta virtist kveikja í gestunum sem gengu á lagið og komust þremur mörkum yfir þegar lítið var eftir. Það var einfaldlega ekki nægur kraftur í leikmönnum ÍBV til að koma til baka og það sást að Grétar Þór Eyþórsson var ekki til staðar þar sem að karakterinn var ekki mikill. Nýjasti íslenski ríkisborgarinn, Stephen Nielsen, varði mark Eyjamanna síðustu mínútur leiksins en hann varði sjö af þeim fimmtán skotum sem hann fékk á sig. Það var aftur en ekki nóg þar sem að gestirnir lönduðu að lokum tveggja marka sigri, það var einnig ljóst að þeim langaði mun meira að fara í deildarbikarinn heldur en leikmönnum ÍBV. Árni Bragi Eyjólfsson og Birkir Benediktsson fóru mikinn í liði gestanna en Árni skoraði átta og Birkir fimm. Theodór Sigurbjörnsson og Kári Kristján Kristjánsson voru atkvæðamestir í liði ÍBV. Teddi skoraði sex mörk en Kári gerði fimm og fiskaði þrjú vítaköst. ÍBV er því í fimmta sæti deildarinnar en eins og áður segir lyfti Afturelding sér úr sjötta sætinu í það fjórða. Davíð: Frábær úrslit„Við erum gríðarlega ánægðir, þetta var hörkuleikur og frábær úrslit,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, eftir sigurinn. „Við vorum að spila betri sóknarleik en við höfum verið að gera undanfarið. Undir lokin þegar á reyndi sýndum við hörku karakter og liðsanda sem skóp þennan sigur.“ Davíð segir að liðið hafi alltaf haldið Eyjamönnum í skefjum allan leikinn. Liðið komst með sigrinum í deildarbikarinn. „Við ætlum að keppa um alla bikara sem í boði er og því er það jákvætt.“ Arnar: Lentum í vandræðum með þá varnarlega„Ég er svosem sáttur með margt í okkar leik, en sumt ekki,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við lentum bara í vandræðum með þá varnarlega og þeir voru að spila vel. Það er erfitt að elta allan leikinn.“ Arnar segist vera ánægður með hvað margir ungir leikmenn fengu tækifærið hjá ÍBV í kvöld. „Þetta fer í reynslubankann hjá þeim og við byggjum bara ofan á þetta,“ segir Arnar sem var ekki ánægður með að tapa sætinu í deildarbikarnum.
Olís-deild karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira