Mustang gegn Lamborghini í drifti Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 16:11 Ein flottustu bílamyndbönd sem framleidd sjá má eru gerð af Monster sem er framleiðandi orkudrykkja. Hér hefur Monster att saman tveimur af hæfari drifturum heims, Japananum Daigi Saito og Bandaríkjamanninum Vaughn Gittin Jr. Bílar þeirra eru ekki af verri endanum en Saito ekur Lamborghini Aventador sem er 650 hestöfl og Gittin ekur 550 hestafla Ford Mustang. Þeir aka skemmtilega vegi sem þræða skóglendi í Japan. Það sem gerir þetta myndskeið svo gott er þó ekki endilega frábær akstur þessara tveggja ágætu ökumanna heldur er myndatökumaðurinn Luke Huxham á Porsche bíl á undan eða eftir drifturunum og nær með því afar athygliverðum myndum. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Ein flottustu bílamyndbönd sem framleidd sjá má eru gerð af Monster sem er framleiðandi orkudrykkja. Hér hefur Monster att saman tveimur af hæfari drifturum heims, Japananum Daigi Saito og Bandaríkjamanninum Vaughn Gittin Jr. Bílar þeirra eru ekki af verri endanum en Saito ekur Lamborghini Aventador sem er 650 hestöfl og Gittin ekur 550 hestafla Ford Mustang. Þeir aka skemmtilega vegi sem þræða skóglendi í Japan. Það sem gerir þetta myndskeið svo gott er þó ekki endilega frábær akstur þessara tveggja ágætu ökumanna heldur er myndatökumaðurinn Luke Huxham á Porsche bíl á undan eða eftir drifturunum og nær með því afar athygliverðum myndum. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent