Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. desember 2015 09:30 Birkir Bjarnason verður í Frakklandi. En þú? vísir/vilhelm Knattspyrnusambands Íslands er búið að setja upp helstu spurningar og svör við þeim hvað varðar miðasölu á EM 2016 í fótbolta. Öruggt er að þúsundir Íslendinga ætla að reyna að tryggja sér miða á einhverja eða helst alla leiki Íslands í Frakklandi næsta sumar þar sem strákarnir okkar verða á stórmóti í fyrsta sinn. Dregið verður til riðlakeppninnar á laugardaginn klukkan 17.00 en miðasalan hefst 14. desember.Sjá einnig:Svona gætu riðlarnir verið á EM í Frakklandi Hér að neðan má finna svör við öllu því sem þú þarft að vita áður en þú tryggir þér miða á leik með strákunum okkar á mánudaginn.Hverjir geta sótt um miða á leiki Íslands? Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.Hvernig sæki ég um miða á leiki Íslands? Sótt er um miða í gegnum miðasöluvef UEFA – www.euro2016.com. Ekki er sótt um miða í gegnum KSÍ og KSÍ stendur ekki fyrir almennri miðasölu á leiki í keppninni. Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.Hvenær get ég sótt um miða á leikina? Umsóknarglugginn opnar á vef UEFA – www.euro2016.com - 14. desember og er opinn til 18. janúar.Hvað get ég sótt um marga miða? Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á hvern leik í keppninni.Skiptir máli að sækja sem fyrst um miða eftir að glugginn opnar? Nei, þetta er ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag, og enginn forgangur eftir því hvenær umsóknin er skráð. Engu máli skiptir hvenær innan umsóknargluggans umsókn er skráð. Ef til þess kemur að eftirspurn eftir miðum á tiltekinn leik er meiri en framboðið, þá mun UEFA draga úr innsendum umsóknum, þ.e. efna til happdrættis.Hvenær veit ég hvort ég fái þá miða sem ég sótti um? UEFA mun tilkynna umsækjendum um niðurstöður í febrúar.mynd/ksíHvaða lið eru komin á EM? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar.Styrkleikaflokkarnir eru svona:Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Knattspyrnusambands Íslands er búið að setja upp helstu spurningar og svör við þeim hvað varðar miðasölu á EM 2016 í fótbolta. Öruggt er að þúsundir Íslendinga ætla að reyna að tryggja sér miða á einhverja eða helst alla leiki Íslands í Frakklandi næsta sumar þar sem strákarnir okkar verða á stórmóti í fyrsta sinn. Dregið verður til riðlakeppninnar á laugardaginn klukkan 17.00 en miðasalan hefst 14. desember.Sjá einnig:Svona gætu riðlarnir verið á EM í Frakklandi Hér að neðan má finna svör við öllu því sem þú þarft að vita áður en þú tryggir þér miða á leik með strákunum okkar á mánudaginn.Hverjir geta sótt um miða á leiki Íslands? Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.Hvernig sæki ég um miða á leiki Íslands? Sótt er um miða í gegnum miðasöluvef UEFA – www.euro2016.com. Ekki er sótt um miða í gegnum KSÍ og KSÍ stendur ekki fyrir almennri miðasölu á leiki í keppninni. Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.Hvenær get ég sótt um miða á leikina? Umsóknarglugginn opnar á vef UEFA – www.euro2016.com - 14. desember og er opinn til 18. janúar.Hvað get ég sótt um marga miða? Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á hvern leik í keppninni.Skiptir máli að sækja sem fyrst um miða eftir að glugginn opnar? Nei, þetta er ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag, og enginn forgangur eftir því hvenær umsóknin er skráð. Engu máli skiptir hvenær innan umsóknargluggans umsókn er skráð. Ef til þess kemur að eftirspurn eftir miðum á tiltekinn leik er meiri en framboðið, þá mun UEFA draga úr innsendum umsóknum, þ.e. efna til happdrættis.Hvenær veit ég hvort ég fái þá miða sem ég sótti um? UEFA mun tilkynna umsækjendum um niðurstöður í febrúar.mynd/ksíHvaða lið eru komin á EM? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar.Styrkleikaflokkarnir eru svona:Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira