Ris a la Mande að hætti Evu Eva Laufey Kjaran skrifar 21. desember 2015 12:54 visir.is/evalaufey Jólaeftirrétturinn vinsæli Ris a la Mande Grauturinn:2 1/4 dl grautargrjón 1 L nýmjólk 1 -2 vanillustangir smá salt 50 g hvítt súkkulaði Aðferð: Penslið pott með smá smjöri en það kemur í veg fyrir að grjónin og mjólkin brenni við. Hellið mjólkinni í pottinn og leyfið suðunni að koma upp, bætið þá grjónunum út í pottinn og hrærið vel í.Kljúfið vanillustöngina í tvennt, skafið fræin innan úr og setjið í pottinn. Sjóðið grautinn við vægan hita í 35 - 40 mínútur. Hrærið af og til í pottinum, það er mjög auðvelt að brenna grautinn við og þess vegna þarf að fylgjast vel með. Þegar grauturinn er tilbúinn bætið þið smátt söxuðu hvítu súkkulaði saman við og hrærið, súkkulaðið bráðnar í grautnum og gefur honum einstaklega fallega áferð. En auðvitað megið þið sleppa súkkulaðinu ef þið viljið. (en hver vill sleppa súkkulaði?);)Kælið grautinn mjög vel áður en þið útbúið Ris a la Mande. Best er að gera grautinn deginum áður og þá kólnar hann í rólegheitum yfir nótt. Ris a la Mande 1 skammtur grautur (uppskriftin hér að ofan) 200 ml rjómi 2 msk flórsykur 100 g möndlur, hakkaðar og ristaðar kirsuberjasósa fersk kirsuber Aðferð: Þeytið rjóma og bætið flórsykrinum saman við. Blandið rjómablöndunni saman við grautinn með sleikju. Hakkið möndlur, ristið þær og kælið. Þegar þær eru kaldar þá bætið þið þeim við grautinn, mér finnst ágætt að setja 70% í grautinn en geyma 30% af möndlunum til skrauts. Hellið nú grautnum í fallega skál eða skálar. Ég keypti tilbúna kirsuberjasósu sem mér þykir einstaklega góð og hellti yfir grautinn. Sáldraði möndlum yfir og skreytti með nokkrum ferskum kirsuberjum. Kælið grautinn áður en þið berið hann fram.Njótið vel. Eftirréttir Jólamatur Risalamande Uppskriftir Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Jólaeftirrétturinn vinsæli Ris a la Mande Grauturinn:2 1/4 dl grautargrjón 1 L nýmjólk 1 -2 vanillustangir smá salt 50 g hvítt súkkulaði Aðferð: Penslið pott með smá smjöri en það kemur í veg fyrir að grjónin og mjólkin brenni við. Hellið mjólkinni í pottinn og leyfið suðunni að koma upp, bætið þá grjónunum út í pottinn og hrærið vel í.Kljúfið vanillustöngina í tvennt, skafið fræin innan úr og setjið í pottinn. Sjóðið grautinn við vægan hita í 35 - 40 mínútur. Hrærið af og til í pottinum, það er mjög auðvelt að brenna grautinn við og þess vegna þarf að fylgjast vel með. Þegar grauturinn er tilbúinn bætið þið smátt söxuðu hvítu súkkulaði saman við og hrærið, súkkulaðið bráðnar í grautnum og gefur honum einstaklega fallega áferð. En auðvitað megið þið sleppa súkkulaðinu ef þið viljið. (en hver vill sleppa súkkulaði?);)Kælið grautinn mjög vel áður en þið útbúið Ris a la Mande. Best er að gera grautinn deginum áður og þá kólnar hann í rólegheitum yfir nótt. Ris a la Mande 1 skammtur grautur (uppskriftin hér að ofan) 200 ml rjómi 2 msk flórsykur 100 g möndlur, hakkaðar og ristaðar kirsuberjasósa fersk kirsuber Aðferð: Þeytið rjóma og bætið flórsykrinum saman við. Blandið rjómablöndunni saman við grautinn með sleikju. Hakkið möndlur, ristið þær og kælið. Þegar þær eru kaldar þá bætið þið þeim við grautinn, mér finnst ágætt að setja 70% í grautinn en geyma 30% af möndlunum til skrauts. Hellið nú grautnum í fallega skál eða skálar. Ég keypti tilbúna kirsuberjasósu sem mér þykir einstaklega góð og hellti yfir grautinn. Sáldraði möndlum yfir og skreytti með nokkrum ferskum kirsuberjum. Kælið grautinn áður en þið berið hann fram.Njótið vel.
Eftirréttir Jólamatur Risalamande Uppskriftir Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira