529 hestafla Vauxhall pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 10:22 Vauxhall Maloo LSA. Autoblog Í Bretlandi má fá þennan Vauxhall Maloo LSA pallbíll með 529 hestafla vél og er hann eðlilega öflugasti pallbíll sem kaupa má þar í landi. Þessi bíll er upprunninn hjá Holden í Ástralíu, en Holden er undirmerki General Motors þar í landi, en Vauxhall og Opel tilheyra einnig General Motors. Vélin í bílnum er 6,2 lítra V8 með keflablásara og með henni er bíllinn 4,6 sekúndur í hundraðið. Hann getur tekið 540 kíló á pallinn og þá er hann kannski ekki eins fljótur upp og hætt er við því að farmurinn hyrfi af bílnum ef allt afl bílsins yrði virkjað. Vauxhall bauð áður þennan bíl með 425 hestafla V8 vél, en mun með tilkomu þeirrar 6,2 lítra hætta framleiðslu hans. Allt þetta afl er ekki ókeypis því bíllinn kostar 54.500 pund í Bretlandi, eða 10,6 milljónir króna. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent
Í Bretlandi má fá þennan Vauxhall Maloo LSA pallbíll með 529 hestafla vél og er hann eðlilega öflugasti pallbíll sem kaupa má þar í landi. Þessi bíll er upprunninn hjá Holden í Ástralíu, en Holden er undirmerki General Motors þar í landi, en Vauxhall og Opel tilheyra einnig General Motors. Vélin í bílnum er 6,2 lítra V8 með keflablásara og með henni er bíllinn 4,6 sekúndur í hundraðið. Hann getur tekið 540 kíló á pallinn og þá er hann kannski ekki eins fljótur upp og hætt er við því að farmurinn hyrfi af bílnum ef allt afl bílsins yrði virkjað. Vauxhall bauð áður þennan bíl með 425 hestafla V8 vél, en mun með tilkomu þeirrar 6,2 lítra hætta framleiðslu hans. Allt þetta afl er ekki ókeypis því bíllinn kostar 54.500 pund í Bretlandi, eða 10,6 milljónir króna.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent