Aldrei planið að taka upp myndband á Íslandi: „Þetta er bara Justin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2015 19:58 Justin Bieber við Seljalandsfoss. vísir „Það er það sem er svo fallegt við myndbandið; þetta er bara Justin. Þetta er ekki hann að leika. Hann er bara hann sjálfur. Hann er hamingjusamur. Hann er að lifa lífinu.“ Þetta segir Rory Kramer, leikstjóri myndbandsins við lagið I‘ll Show You, með kanadíska söngvaranum Justin Bieber. Kramer er í viðtali við miðilinn Marriott Traveler en í því rekur hann hvernig það kom til að Bieber kom hingað til lands og tók upp myndband við lagið. Bieber var að ljúka við gerð plötunnar Purpose á grísku eyjunni Santorini þegar Kramer spurði hann hvaða stað hann hefði alltaf langað að heimsækja en ekki haft tækifæri til þess enn. Staðurinn var Ísland en Kramer segir að hann hafi einnig alltaf langað til að koma hingað. Hann bauð síðan ljósmyndaranum Chris Burkard að hitta þá hér sem hafði komið til Íslands áður. Í viðtalinu segir Kramer að það hafi aldrei verið planið að taka upp myndband á Íslandi. Hann hafi bara verið að fanga augnablik ferðalags með vinum sínum og því sé myndbandið nokkuð frábrugðið öðrum myndböndum Bieber. „Þú sérð varla framan í hann í myndbandinu,“ segir Kramer. „Þú verður hann og finnur það sem hann finnur í gegnum textann í laginu.“ Þannig sé eitt augnablik í myndbandinu þar sem Bieber er eitt sólskinsbros þar sem hann veltir sér niður mosagróna brekku á Suðurlandi. Þar bregði fyrir sjaldgæfri mynd af stórstjörnu sem er ekki með áhyggjur af næstu tónleikum, næsta viðtali eða papparössum. Eins og flestum er kunnugt er von á Justin Bieber aftur til landsins á næsta ári en hann heldur tónleika í Kórnum þann 9. september. Uppselt varð á tónleikana á hálftíma í gær en mun meiri eftirspurn var eftir miðunum en tónleikahaldarar bjuggust við. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Sjá meira
„Það er það sem er svo fallegt við myndbandið; þetta er bara Justin. Þetta er ekki hann að leika. Hann er bara hann sjálfur. Hann er hamingjusamur. Hann er að lifa lífinu.“ Þetta segir Rory Kramer, leikstjóri myndbandsins við lagið I‘ll Show You, með kanadíska söngvaranum Justin Bieber. Kramer er í viðtali við miðilinn Marriott Traveler en í því rekur hann hvernig það kom til að Bieber kom hingað til lands og tók upp myndband við lagið. Bieber var að ljúka við gerð plötunnar Purpose á grísku eyjunni Santorini þegar Kramer spurði hann hvaða stað hann hefði alltaf langað að heimsækja en ekki haft tækifæri til þess enn. Staðurinn var Ísland en Kramer segir að hann hafi einnig alltaf langað til að koma hingað. Hann bauð síðan ljósmyndaranum Chris Burkard að hitta þá hér sem hafði komið til Íslands áður. Í viðtalinu segir Kramer að það hafi aldrei verið planið að taka upp myndband á Íslandi. Hann hafi bara verið að fanga augnablik ferðalags með vinum sínum og því sé myndbandið nokkuð frábrugðið öðrum myndböndum Bieber. „Þú sérð varla framan í hann í myndbandinu,“ segir Kramer. „Þú verður hann og finnur það sem hann finnur í gegnum textann í laginu.“ Þannig sé eitt augnablik í myndbandinu þar sem Bieber er eitt sólskinsbros þar sem hann veltir sér niður mosagróna brekku á Suðurlandi. Þar bregði fyrir sjaldgæfri mynd af stórstjörnu sem er ekki með áhyggjur af næstu tónleikum, næsta viðtali eða papparössum. Eins og flestum er kunnugt er von á Justin Bieber aftur til landsins á næsta ári en hann heldur tónleika í Kórnum þann 9. september. Uppselt varð á tónleikana á hálftíma í gær en mun meiri eftirspurn var eftir miðunum en tónleikahaldarar bjuggust við.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Sjá meira
Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10
Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48
Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45
Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48
Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28