Mig langar til að trúa þér, trúa, … Sigurjón M. Egilsson skrifar 12. janúar 2015 06:00 Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti. Stýring innan heilbrigðiskerfisins þarf að vera sambærileg við það besta sem þekkist á öðrum Norðurlöndum með markvissri klínískri stjórnun, á grunni leiðbeininga. Þannig hljóðar annar liður yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og lækna um markmið í heilbrigðisþjónustu. Afar göfugt markmið, en hversu raunhæft er það? Fréttablaðið lagðist í rannsókn og komst að því, eftir skamma leit, að í riti Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, Health at a Glance: Europe 2014, eru framlög ríkja í Evrópu til heilbrigðismála borin saman. Þar sést að af Norðurlöndunum ver Noregur mestu á hvern einstakling til heilbrigðismála í evrum, en Íslendingar minnstu. Nú, erum við algjörir eftirbátar annarra? En munar miklu? Já. Norðmenn verja 4.610 evrum á hvern einstakling eða tæplega 710 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi evrunnar í dag, Danir verja því sem samsvarar 3.528 evrum eða rúmum 543 þúsund íslenskum krónum á hvern einstakling. Íslendingar verja hins vegar því sem samsvarar 2.655 evrum eða 409 þúsund krónum. Að meðaltali verja Norðurlandaþjóðirnar 3.310 evrum á ári á hvern einstakling, eða sem samsvarar 510 þúsund krónum. Íslendingar þurfa því að auka framlög á hvern einstakling um 101 þúsund krónur til þess að nálgast meðaltalið. Það er ekkert annað. En er þetta eitthvað mál, er hægt að bjarga þessu? Til þess að íslensk yfirvöld verji jafn miklum peningum á einstakling og Norðurlöndin að meðaltali vegna heilbrigðismála, þarf framlag Íslands að hækka um 33 milljarða til að jafnast á við meðaltalið, 44 milljarða til þess að ná Danmörku og 98 milljarða til að ná Noregi. Gott og vel, en hvers vegna ætli þrír ráðherrar hafi skrifað undir þetta? Er eitthvert hald í svona yfirlýsingu? Samanburðurinn er hreint ótrúlegur. Til að ná Noregi vantar andvirði nýs sjúkrahúss með öllu. Í ljósi þessa alls á að spyrja, hvers virði er svona yfirlýsing? Pappírsins? Það skýrist einhvern tímann. Ekki er vanþörf á að bæta í heilbrigðiskerfið. Aðstaðan á Landspítalanum, og víðar, er langt frá því að vera boðleg. Við Íslendingar verðum að gera betur. Setja okkur skýr markmið. En mikils virði er að sett markmið séu raunhæf. Annað er fráleitt. Næg verkefni bíða, verkefni sem þarf að leysa. Yfirlýsingin er viðhengi við kjarasamning lækna. hana ber að að skoða í því ljósi. Verkfallið hafði staðið alltof lengi og ef yfirlýsingu sem þessa þurfti til lausnar, þá var trúlegast ekkert annað að gera. Höfum hugfast að til þess eins að ná meðaltali hinna norrænu ríkjanna þurfum við að bæta svo miklum peningum við til heilbrigðismála að nánast má segja að það sé pólitískur ómöguleiki, svo notuð séu orð fjármálaráðherrans, af öðru tilefni. Best er að taka undir með Bubba Morthens, þegar hann söng: „Mig langar til að trúa þér, trúa, trúa, trúa.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti. Stýring innan heilbrigðiskerfisins þarf að vera sambærileg við það besta sem þekkist á öðrum Norðurlöndum með markvissri klínískri stjórnun, á grunni leiðbeininga. Þannig hljóðar annar liður yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og lækna um markmið í heilbrigðisþjónustu. Afar göfugt markmið, en hversu raunhæft er það? Fréttablaðið lagðist í rannsókn og komst að því, eftir skamma leit, að í riti Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, Health at a Glance: Europe 2014, eru framlög ríkja í Evrópu til heilbrigðismála borin saman. Þar sést að af Norðurlöndunum ver Noregur mestu á hvern einstakling til heilbrigðismála í evrum, en Íslendingar minnstu. Nú, erum við algjörir eftirbátar annarra? En munar miklu? Já. Norðmenn verja 4.610 evrum á hvern einstakling eða tæplega 710 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi evrunnar í dag, Danir verja því sem samsvarar 3.528 evrum eða rúmum 543 þúsund íslenskum krónum á hvern einstakling. Íslendingar verja hins vegar því sem samsvarar 2.655 evrum eða 409 þúsund krónum. Að meðaltali verja Norðurlandaþjóðirnar 3.310 evrum á ári á hvern einstakling, eða sem samsvarar 510 þúsund krónum. Íslendingar þurfa því að auka framlög á hvern einstakling um 101 þúsund krónur til þess að nálgast meðaltalið. Það er ekkert annað. En er þetta eitthvað mál, er hægt að bjarga þessu? Til þess að íslensk yfirvöld verji jafn miklum peningum á einstakling og Norðurlöndin að meðaltali vegna heilbrigðismála, þarf framlag Íslands að hækka um 33 milljarða til að jafnast á við meðaltalið, 44 milljarða til þess að ná Danmörku og 98 milljarða til að ná Noregi. Gott og vel, en hvers vegna ætli þrír ráðherrar hafi skrifað undir þetta? Er eitthvert hald í svona yfirlýsingu? Samanburðurinn er hreint ótrúlegur. Til að ná Noregi vantar andvirði nýs sjúkrahúss með öllu. Í ljósi þessa alls á að spyrja, hvers virði er svona yfirlýsing? Pappírsins? Það skýrist einhvern tímann. Ekki er vanþörf á að bæta í heilbrigðiskerfið. Aðstaðan á Landspítalanum, og víðar, er langt frá því að vera boðleg. Við Íslendingar verðum að gera betur. Setja okkur skýr markmið. En mikils virði er að sett markmið séu raunhæf. Annað er fráleitt. Næg verkefni bíða, verkefni sem þarf að leysa. Yfirlýsingin er viðhengi við kjarasamning lækna. hana ber að að skoða í því ljósi. Verkfallið hafði staðið alltof lengi og ef yfirlýsingu sem þessa þurfti til lausnar, þá var trúlegast ekkert annað að gera. Höfum hugfast að til þess eins að ná meðaltali hinna norrænu ríkjanna þurfum við að bæta svo miklum peningum við til heilbrigðismála að nánast má segja að það sé pólitískur ómöguleiki, svo notuð séu orð fjármálaráðherrans, af öðru tilefni. Best er að taka undir með Bubba Morthens, þegar hann söng: „Mig langar til að trúa þér, trúa, trúa, trúa.“