Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 13. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson með Golden Globe-verðlaunin sín. Vísir/getty Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin á sunnudag, en þau hlaut hann fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. Jóhann er tilnefndur í sama flokki til bresku BAFTA-verðlaunanna og á fimmtudag kemur í ljós hvort hann sé í hópi tilnefndra til sjálfra Óskarsverðlaunanna. Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars orgel-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. „Ég er auðvitað í skýjunum og samgleðst mínum manni innilega en ég get ekki sagt að ég sé hissa. Ég átti sko alveg von á þessu og er ansi hræddur um að Óskar frændi sé handan við hornið,“ segir Páll Óskar. Jóhann vann meðal annars með honum að Stuð-plötunni ásamt Sigurjóni Kjarntanssyni, félaga hans úr HAM. „Við vorum þá í stúdíóinu hans á Bræðraborgarstíg sem hét Nýjasta tækni og vísindi. Jói hefur alltaf viljað vera maðurinn á bakvið tjöldin og þarna er hann svo sannarlega á heimavelli í kvikmyndatónlistinni. Ég er virkilega stoltur af honum,“ segir Páll. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. „Ég er bara alveg í sjöunda himni. Þetta eru sterkar vísbendingar um það að hann verði tilnefndur til Óskarsverðlaunanna,“ segir Friðrik Þór. Hann vonar að þessi verðlaun hristi upp í kvikmyndaiðnaðinum hér heima. „Það er vonandi að þetta verði til að við náum athygli pólitíkusanna. Það er greinilegt að listamennirnir eru farnir að flýja land,“ segir hann. Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe: Hverjir unnu verðlaun? Visir fer yfir hverjir unnu hvað á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. 12. janúar 2015 10:18 Hvernig líta stjörnurnar á Golden Globe út á Instagram? Myndir af stjörnunum á Instagram gefa nýja og skemmtilega sýn á hátíðina. 12. janúar 2015 16:20 Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Jóhannsson the first Icelander to receive a Golden Globe award Icelandic musician Jóhann Jóhannsson won the Best Original Score Golden Globe for "The Theory of Everything" 12. janúar 2015 10:27 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin á sunnudag, en þau hlaut hann fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. Jóhann er tilnefndur í sama flokki til bresku BAFTA-verðlaunanna og á fimmtudag kemur í ljós hvort hann sé í hópi tilnefndra til sjálfra Óskarsverðlaunanna. Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars orgel-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. „Ég er auðvitað í skýjunum og samgleðst mínum manni innilega en ég get ekki sagt að ég sé hissa. Ég átti sko alveg von á þessu og er ansi hræddur um að Óskar frændi sé handan við hornið,“ segir Páll Óskar. Jóhann vann meðal annars með honum að Stuð-plötunni ásamt Sigurjóni Kjarntanssyni, félaga hans úr HAM. „Við vorum þá í stúdíóinu hans á Bræðraborgarstíg sem hét Nýjasta tækni og vísindi. Jói hefur alltaf viljað vera maðurinn á bakvið tjöldin og þarna er hann svo sannarlega á heimavelli í kvikmyndatónlistinni. Ég er virkilega stoltur af honum,“ segir Páll. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. „Ég er bara alveg í sjöunda himni. Þetta eru sterkar vísbendingar um það að hann verði tilnefndur til Óskarsverðlaunanna,“ segir Friðrik Þór. Hann vonar að þessi verðlaun hristi upp í kvikmyndaiðnaðinum hér heima. „Það er vonandi að þetta verði til að við náum athygli pólitíkusanna. Það er greinilegt að listamennirnir eru farnir að flýja land,“ segir hann.
Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe: Hverjir unnu verðlaun? Visir fer yfir hverjir unnu hvað á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. 12. janúar 2015 10:18 Hvernig líta stjörnurnar á Golden Globe út á Instagram? Myndir af stjörnunum á Instagram gefa nýja og skemmtilega sýn á hátíðina. 12. janúar 2015 16:20 Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Jóhannsson the first Icelander to receive a Golden Globe award Icelandic musician Jóhann Jóhannsson won the Best Original Score Golden Globe for "The Theory of Everything" 12. janúar 2015 10:27 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
Golden Globe: Hverjir unnu verðlaun? Visir fer yfir hverjir unnu hvað á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. 12. janúar 2015 10:18
Hvernig líta stjörnurnar á Golden Globe út á Instagram? Myndir af stjörnunum á Instagram gefa nýja og skemmtilega sýn á hátíðina. 12. janúar 2015 16:20
Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30
Jóhannsson the first Icelander to receive a Golden Globe award Icelandic musician Jóhann Jóhannsson won the Best Original Score Golden Globe for "The Theory of Everything" 12. janúar 2015 10:27
Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59
Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15