Tíska, tattú og tónlist Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Herratrend strákarnir ætla sér stóra hluti í blogginu. Vísir/Stefán Alex Michael Green er einn af stofnendum tískuvefsíðunnar Herratrend.is sem fór í loftið í gær. Síðan sker sig úr öðrum tískusíðum, því henni er stýrt af ungum mönnum og eru efnistökin herratíska. „Ég hef mikinn áhuga á tísku og var alltaf að bíða eftir að einhver hérna heima myndi stofna svona síðu fyrir stráka. Ég fór svo að læra grafíska hönnun í Tækniskólanum og hugsaði þá með mér af hverju í ósköpunum ég gerði þetta ekki bara sjálfur,“ segir Alex. Hann safnaði saman sex öðrum sem deila sama áhugasviði og hann, en með honum eru þeir Sindri Már Hannesson, Daníel Arnar Finnsson, Ísak Maximillian Eiríksson, Snorri Magnússon, Stefán Már Högnason og Einar Logi Þorvaldsson. „Hver og einn okkar hefur sitt eigið blogg og höfum við allir okkar sérstöðu og stíl, hvort sem það er tattú, tíska, eða tónlist, það er skemmtilegt hvað við erum ólíkir,“ útskýrir Alex. Hann segir þá félaga ætla að fara alla leið með bloggið, líkt og stóru tískubloggin úti. „Við ætlum bara að taka allan pakkann. Tökum myndir af okkur og jafnvel fáum módel og ljósmyndara. Að því er ég best veit erum við frumkvöðlar í bloggheimi strákanna á Íslandi – Helgi Ómars hefur verið að draga lestina svolítið einn. Við erum allir nýir í þessu svo það er skemmtilegt,“ segir Alex. Þeir félagar fá innblástur fyrir síðuna víða og nefnir Alex þá helst tískubloggsíðuna Highsnobiety.com. „Þótt kjarninn hjá okkur sé alltaf tíska þá býður svona blogg upp á svo mikið meira. Þetta verður bara spennandi,“ segir Alex. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Alex Michael Green er einn af stofnendum tískuvefsíðunnar Herratrend.is sem fór í loftið í gær. Síðan sker sig úr öðrum tískusíðum, því henni er stýrt af ungum mönnum og eru efnistökin herratíska. „Ég hef mikinn áhuga á tísku og var alltaf að bíða eftir að einhver hérna heima myndi stofna svona síðu fyrir stráka. Ég fór svo að læra grafíska hönnun í Tækniskólanum og hugsaði þá með mér af hverju í ósköpunum ég gerði þetta ekki bara sjálfur,“ segir Alex. Hann safnaði saman sex öðrum sem deila sama áhugasviði og hann, en með honum eru þeir Sindri Már Hannesson, Daníel Arnar Finnsson, Ísak Maximillian Eiríksson, Snorri Magnússon, Stefán Már Högnason og Einar Logi Þorvaldsson. „Hver og einn okkar hefur sitt eigið blogg og höfum við allir okkar sérstöðu og stíl, hvort sem það er tattú, tíska, eða tónlist, það er skemmtilegt hvað við erum ólíkir,“ útskýrir Alex. Hann segir þá félaga ætla að fara alla leið með bloggið, líkt og stóru tískubloggin úti. „Við ætlum bara að taka allan pakkann. Tökum myndir af okkur og jafnvel fáum módel og ljósmyndara. Að því er ég best veit erum við frumkvöðlar í bloggheimi strákanna á Íslandi – Helgi Ómars hefur verið að draga lestina svolítið einn. Við erum allir nýir í þessu svo það er skemmtilegt,“ segir Alex. Þeir félagar fá innblástur fyrir síðuna víða og nefnir Alex þá helst tískubloggsíðuna Highsnobiety.com. „Þótt kjarninn hjá okkur sé alltaf tíska þá býður svona blogg upp á svo mikið meira. Þetta verður bara spennandi,“ segir Alex.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira