Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. vísir/vilhelm „Veðrið er líklega aðeins betra hér en hjá ykkur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning íslenska landsliðsins í fótbolta, hress og kát í samtali við Fréttablaðið, aðspurð hvernig lífið er á Algarve þar sem stelpurnar okkar hefja leik í Algarve-mótinu gegn Sviss í dag. Margrét Lára, sem er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 71 mark í 94 leikjum, er mætt aftur til starfa eftir meiðsli og barneign. Hún spilaði síðast landsleik 31. október 2013. „Það er alveg frábær tilfinning að vera komin aftur. Maður hefur stefnt að þessu allan tímann. Takmarkið var alltaf að koma aftur og þetta er bara byrjunin. Ég þarf að hafa þolinmæði þar sem ég hef verið lengi frá en fyrst og fremst er bara frábært að vera komin aftur í hópinn, vera mætt til Algarve í sólina og spila á móti bestu þjóðum heims. Það gerist ekki betra,“ segir Margrét Lára.Margrét Lára sýnir að hún ber barn undir belti á æfingu liðsins snemma árs 2012.vísir/stefánMarkadrottningin hefur of oft á sínum ferli verið lengi frá vegna meiðsla, en síðasta fjarveran var mun jákvæðari. Hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég datt bara í annað hlutverk. Ég saknaði fótboltans og alls félagsskaparins sem honum fylgir en að sama skapi fær maður lítinn gullmola í hendurnar sem maður týnir sér með. Ég sé ekkert eftir þeim tíma en það er gaman að geta samtvinnað móðurhlutverkið og fótboltann. Það er fátt sem toppar það,“ segir Margrétar Lára sem ætlar sér stóra hluti á seinni hluta ferilsins. „Maður setur auðvitað kröfur á sjálfan sig. Ég ætla ekkert bara að vera með. Ég þarf samt að vera skynsöm því ég hef verið að berjast við meiðsli. Allt gengur samt vel og er á uppleið. Ég er spennt að komast út á völlinn og ég hef fulla trú á að ég geti komið sem betri leikmaður til baka. Ég hef reynsluna og hef róast með aldrinum. Ef allt gengur að óskum vonast ég til að geta toppað á mínum ferli núna.“ Margrét er á sínu fyrsta Algarve-móti undir stjórn Freys Alexanderssonar, en spilamennska liðsins hefur tekið miklum breytingum undir hans stjórn. „Ég er bara spennt að komast inn í þetta. Ég þurfti nánast auka töflufundi til að komast inn í þetta en ég hef verið fljót að læra. Ég læri nýja hluti á hverjum degi og hlakka mikið til,“ segir Margrét Lára sem er með fjölskylduna með sér úti. „Litli pjakkurinn er enn á brjósti þannig að hann er með mér hérna úti og pabbi hans líka. KSÍ hefur staðið þétt við bakið á mér og öll fjölskyldan en án þessa fólks væri þetta ekki hægt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en systir hennar, Elísa Viðarsdóttir, er einnig í landslisðhópnum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
„Veðrið er líklega aðeins betra hér en hjá ykkur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning íslenska landsliðsins í fótbolta, hress og kát í samtali við Fréttablaðið, aðspurð hvernig lífið er á Algarve þar sem stelpurnar okkar hefja leik í Algarve-mótinu gegn Sviss í dag. Margrét Lára, sem er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 71 mark í 94 leikjum, er mætt aftur til starfa eftir meiðsli og barneign. Hún spilaði síðast landsleik 31. október 2013. „Það er alveg frábær tilfinning að vera komin aftur. Maður hefur stefnt að þessu allan tímann. Takmarkið var alltaf að koma aftur og þetta er bara byrjunin. Ég þarf að hafa þolinmæði þar sem ég hef verið lengi frá en fyrst og fremst er bara frábært að vera komin aftur í hópinn, vera mætt til Algarve í sólina og spila á móti bestu þjóðum heims. Það gerist ekki betra,“ segir Margrét Lára.Margrét Lára sýnir að hún ber barn undir belti á æfingu liðsins snemma árs 2012.vísir/stefánMarkadrottningin hefur of oft á sínum ferli verið lengi frá vegna meiðsla, en síðasta fjarveran var mun jákvæðari. Hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég datt bara í annað hlutverk. Ég saknaði fótboltans og alls félagsskaparins sem honum fylgir en að sama skapi fær maður lítinn gullmola í hendurnar sem maður týnir sér með. Ég sé ekkert eftir þeim tíma en það er gaman að geta samtvinnað móðurhlutverkið og fótboltann. Það er fátt sem toppar það,“ segir Margrétar Lára sem ætlar sér stóra hluti á seinni hluta ferilsins. „Maður setur auðvitað kröfur á sjálfan sig. Ég ætla ekkert bara að vera með. Ég þarf samt að vera skynsöm því ég hef verið að berjast við meiðsli. Allt gengur samt vel og er á uppleið. Ég er spennt að komast út á völlinn og ég hef fulla trú á að ég geti komið sem betri leikmaður til baka. Ég hef reynsluna og hef róast með aldrinum. Ef allt gengur að óskum vonast ég til að geta toppað á mínum ferli núna.“ Margrét er á sínu fyrsta Algarve-móti undir stjórn Freys Alexanderssonar, en spilamennska liðsins hefur tekið miklum breytingum undir hans stjórn. „Ég er bara spennt að komast inn í þetta. Ég þurfti nánast auka töflufundi til að komast inn í þetta en ég hef verið fljót að læra. Ég læri nýja hluti á hverjum degi og hlakka mikið til,“ segir Margrét Lára sem er með fjölskylduna með sér úti. „Litli pjakkurinn er enn á brjósti þannig að hann er með mér hérna úti og pabbi hans líka. KSÍ hefur staðið þétt við bakið á mér og öll fjölskyldan en án þessa fólks væri þetta ekki hægt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en systir hennar, Elísa Viðarsdóttir, er einnig í landslisðhópnum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51