Glæsileg grafík en aðrir þættir slakari Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. mars 2015 12:00 The Order 1886. The Order 1886 er glæsilegur tölvuleikur. En aðrir þættir leiksins eru langt frá því að vera jafn sterkir. Söguþráður leiksins er sérstakur og má segja að frelsi spilarans sé mjög lítið. Þetta er nánast eins og að spila bíómynd. Sögusvið leiksins er stórkostlegt; Viktoríu-tímabilinu í London eru gerð skil, en þó í einhverjum hliðarveruleika þar sem skrímsli ógna mannkyninu sem er óvenju tæknivætt. Svona miðað við allt annað. Talstöðvar og rafmagnsbyssur lifa góðu lífi innan um hestvagna. Spilarar bregða sér í líki Sir Galahads, sem er hluti af riddarareglu sem hefur það hlutverk að verja London fyrir uppreisnarseggjum og ómennskum verum. Óþarfi er að fara nánar út í söguþráðinn sem slíkan. Að mati undirritaðs taka skrímslin í leiknum svolítið sjarmann úr spiluninni. En auðvelt er að sökkva sér niður í þetta glæsilega sögusvið og kynnast nokkuð vel sköpuðum persónum. Grafík leiksins er sú glæsilegasta sem undirritaður hefur séð í tölvuleik og útskýrir það kannski að hluta til hversu háa einkunn hann fær. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið
The Order 1886 er glæsilegur tölvuleikur. En aðrir þættir leiksins eru langt frá því að vera jafn sterkir. Söguþráður leiksins er sérstakur og má segja að frelsi spilarans sé mjög lítið. Þetta er nánast eins og að spila bíómynd. Sögusvið leiksins er stórkostlegt; Viktoríu-tímabilinu í London eru gerð skil, en þó í einhverjum hliðarveruleika þar sem skrímsli ógna mannkyninu sem er óvenju tæknivætt. Svona miðað við allt annað. Talstöðvar og rafmagnsbyssur lifa góðu lífi innan um hestvagna. Spilarar bregða sér í líki Sir Galahads, sem er hluti af riddarareglu sem hefur það hlutverk að verja London fyrir uppreisnarseggjum og ómennskum verum. Óþarfi er að fara nánar út í söguþráðinn sem slíkan. Að mati undirritaðs taka skrímslin í leiknum svolítið sjarmann úr spiluninni. En auðvelt er að sökkva sér niður í þetta glæsilega sögusvið og kynnast nokkuð vel sköpuðum persónum. Grafík leiksins er sú glæsilegasta sem undirritaður hefur séð í tölvuleik og útskýrir það kannski að hluta til hversu háa einkunn hann fær.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið